„Held að menn kunni að meta þetta“

Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambandsins, með kjarasamninginn í höndunum.
Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambandsins, með kjarasamninginn í höndunum. mbl.is/Eggert

„Ég er ekk­ert svart­sýnn, ég held að þetta verði samþykkt, miðað við hvernig viðtök­urn­ar voru hér hjá mín­um mönn­um.“ Þetta seg­ir Kon­ráð Þor­steinn Al­freðsson, vara­formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands og formaður Sjó­manna­fé­lags Eyja­fjarðar, um at­kvæðagreiðslu sjó­manna um nýj­an kjara­samn­ing.

Hann seg­ir kjör­sókn­ina hafa verið góða í Eyjaf­irði, eða 54,5%, en í kring­um 260 eru á kjör­skrá fé­lags­ins.

„Þar sem farið var al­menni­lega yfir þetta, þar held ég að menn kunni að meta þetta,“ seg­ir Kon­ráð í sam­tali við mbl.is. 

„Ég trúi því að menn nái kjara­samn­ingi og að við verðum með samn­ing, en ekki lög, yfir okk­ur næstu tvö árin.“

Ef samn­ing­ur­inn verður felld­ur, seg­ir Kon­ráð að lítið muni ger­ast.

„Annað en það að Þor­gerður Katrín mun leggja fram frum­varp um lög á sjó­menn,“ seg­ir hann og bæt­ir við, aðspurður, að deiluaðilar muni lík­lega ekki koma sam­an aft­ur í bráð, verði samn­ing­ur­inn felld­ur.

„Það er ekk­ert til að hitt­ast yfir. Við vor­um kom­in al­veg í botn í þessu máli. Það er ekk­ert meira í boði.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina