Kjörkassar komnir í Karphúsið

Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, kemur með …
Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, kemur með kassa félagsins í hús. mbl.is/Eggert

Kjörkassar í atkvæðagreiðslu sjómanna um nýjan kjarasamning eru farnir að berast í Karphús ríkissáttasemjara í Borgartúni.

Viðmælendur mbl.is á staðnum taka í sama streng og margir þeir forsvarsmenn sjómanna sem blaðamenn mbl.is hafa tekið tali í dag, tvísýnt sé um niðurstöður kosninganna.

Talning atkvæða hefst klukkan átta í kvöld og gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir á níunda tímanum. 

Talningin hefst upp úr klukkan átta í kvöld.
Talningin hefst upp úr klukkan átta í kvöld. mbl.is/Eggert
mbl.is