Kjörkassar komnir í Karphúsið

Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, kemur með …
Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, kemur með kassa félagsins í hús. mbl.is/Eggert

Kjör­kass­ar í at­kvæðagreiðslu sjó­manna um nýj­an kjara­samn­ing eru farn­ir að ber­ast í Karp­hús rík­is­sátta­semj­ara í Borg­ar­túni.

Viðmæl­end­ur mbl.is á staðnum taka í sama streng og marg­ir þeir for­svars­menn sjó­manna sem blaðamenn mbl.is hafa tekið tali í dag, tví­sýnt sé um niður­stöður kosn­ing­anna.

Taln­ing at­kvæða hefst klukk­an átta í kvöld og gert er ráð fyr­ir að niðurstaða liggi fyr­ir á ní­unda tím­an­um. 

Talningin hefst upp úr klukkan átta í kvöld.
Taln­ing­in hefst upp úr klukk­an átta í kvöld. mbl.is/​Eggert
mbl.is