Langt komnir með loðnukvótann

Hákon EA.
Hákon EA. Vefur útgerðarfélagsins Gjögur

Norðmenn eru á loðnu­veiðum við aust­an­vert landið og miðar vel. Þegar hafa veiðst 54 þúsund tonn og því aðeins fimm þúsund tonn eft­ir af kvóta þeirra í ís­lenskri land­helgi. Tvö ís­lensk skip eru lögð af stað aust­ur en síðar í dag kem­ur í ljós hvort sjó­menn hafa samþykkt nýj­an kjara­samn­ing.

Skip­in tvö sem um ræðir eru Vil­helm Þor­steins­son og Há­kon EA. Ef samn­ing­ur­inn verður samþykkt­ur verður vænt­an­lega áhöfn skip­anna flogið aust­ur þannig að hægt verði að hefja loðnu­veiðar sem fyrst.

Skrifað var und­ir kjara­samn­ing sjó­manna um miðja nótt aðfaranótt laug­ar­dags og lýk­ur at­kvæðagreiðslu um samn­ing­inn á flest­um stöðum um miðjan dag og taln­ingu klukk­an 20 í kvöld.

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hef­ur á grund­velli til­lagna Haf­rann­sókna­stofn­un­ar ákveðið í liðinni viku að auka heild­arafla ís­lenskra skipa á loðnu í alls 196.075 tonn á þess­ari vertíð. Áætlað heild­ar­verðmæti loðnu­afl­ans er um 17 millj­arðar króna.

Fyrr í vet­ur hafði ís­lensk­um skip­um verið út­hlutað rúm­um 12 þúsund tonn­um þannig að aukn­ing­in er rúm­lega sex­tán­föld, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu.

Sam­kvæmt lög­um um stjórn fisk­veiða verður 5,3% afl­ans út­hlutað á skipti­markaði, alls 10.392 tonn­um.

Loðnu­stofn­inn stærri

Haf­rann­sókna­stofn­un seg­ir í til­kynn­ingu, að eins og kunn­ugt sé hafi mæl­ing­ar á loðnu­stofn­in­um í sept­em­ber/​​októ­ber 2016 bent til þess að veiðistofn­inn á vertíðinni 2016/​​2017 væri lít­ill og í sam­ræmi við samþykkta afla­reglu hafi verið ákveðið að eng­ar veiðar yrðu stundaðar nema mæl­ing­ar í janú­ar/​​fe­brú­ar 2017 gæfu til­efni til end­ur­skoðunar.

Haf­rann­sókna­stofn­un seg­ir enn­ frem­ur, að mæl­ing­ar á stærð loðnu­stofns­ins 11.-20. janú­ar hafi sýnt að stofn­inn sé tölu­vert stærri en mæl­ing­ar hausts­ins hafi bent til og ráðlagði Haf­rann­sókna­stofn­un 25. janú­ar að heild­arafla­mark vertíðar­inn­ar yrði 57 þús. tonn.

mbl.is