„Mikill léttir“

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, tekur í hönd eins nefndarmanns …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, tekur í hönd eins nefndarmanns í samninganefnd sjómanna. mbl.is/Eggert

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, seg­ir þau mjög ánægð með að sjó­menn hafi samþykkt nýj­an kjara­samn­ing.

„Þetta er mik­ill létt­ir. Ég held að það sé stór kost­ur að sjó­menn hafi samþykkt samn­ing­inn, svo að þetta er samn­ing­ur sem báðir aðilar hafa fall­ist á og við get­um þá átt gott sam­starf til næstu ára,“ seg­ir Heiðrún í sam­tali við mbl.is.

Hvað tek­ur núna við?

„Það er að koma skip­un­um á sjó og ná þess­ari loðnu, það er brýn­asta verk­efnið að svo stöddu. Svo auðvitað taka við önn­ur mál sem hafa því miður setið á hak­an­um á meðan verk­fallið hef­ur staðið yfir.“

mbl.is