Samþykktu samninginn naumlega

Talning atkvæða fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara.
Talning atkvæða fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara. mbl.is/Eggert

Kjara­samn­ing­ur sjó­manna, sem samn­inga­nefnd­ir þeirra og SFS náðu sam­an um aðfaranótt laug­ar­dags, hef­ur verið samþykkt­ur í at­kvæðagreiðslu.

Þar með lýk­ur verk­falli sjó­manna, sem staðið hafði yfir í tæp­ar tíu vik­ur.

2.214 manns voru á kjör­skrá. 1.189 greiddu at­kvæði, en þau féllu þannig að 623 voru fylgj­andi samn­ingn­um, en 558 voru mót­falln­ir. Átta kjör­seðlar voru þá auðir og ógild­ir.

52,4% þeirra sem greiddu at­kvæði samþykktu því samn­ing­inn, en 46,9% greiddu at­kvæði gegn hon­um.

Vara­formaður Sjó­manna­sam­bands­ins: „Af­skap­lega feg­inn“

Fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar: Halda úr höfn í kvöld

Fram­kvæmda­stjóri SFS: „Mik­ill létt­ir“

For­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar: „Nú fara menn bara á sjó“

Formaður Sjó­manna­sam­bands­ins: „Tæpt en þetta hafðist“

Fyr­ir fram bú­ist við tví­sýn­um kosn­ing­um

Skipt­ar skoðanir höfðu verið um samn­ing­inn, en kjör­sókn var allt frá 10% upp í 70%. Flest­ir voru þó sam­mála um að tví­sýnt yrði um niður­stöðuna og að tæpt yrði á mun­um, á hvorn veg­inn sem færi.

Kon­ráð Þor­steinn Al­freðsson, vara­formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, sagðist halda að menn kynnu að meta samn­ing­inn. Áður hafði hann sagt, í sam­tali við mbl.is, að það væri glapræði að fella samn­ing­inn.

Enn frem­ur bjóst hann fast­lega við því að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra myndi leggja fram frum­varp um lög á sjó­menn, yrði samn­ing­ur­inn felld­ur. Deiluaðilar myndu þá lík­lega ekki koma sam­an á ný, færi svo.

„Það er ekk­ert til að hitt­ast yfir. Við vor­um kom­in al­veg í botn í þessu máli. Það er ekk­ert meira í boði,“ sagði Kon­ráð þá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina