Skiptar skoðanir um sjómannasamning

Margrét EA-710 gerð klár til veiða á Akureyri í dag.
Margrét EA-710 gerð klár til veiða á Akureyri í dag. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Kjör­stöðum hjá verka­lýðshreyf­ing­um sjó­manna víða um land hef­ur verið lokað en um helg­ina hafa sjó­menn greitt at­kvæði um nýj­an kjara­samn­ing sjó­manna sem samþykkt­ur var í Karp­hús­inu aðfaranótt laug­ar­dags.

Kjör­sókn er víðast hvar á bil­inu 40 til 60 pró­sent en flest­ir þeirra sem greitt hafa at­kvæði um samn­ing­ana gerðu það strax í kjöl­far þess að kynn­ing á efni þeirra fór fram hjá hverju og einu verka­lýðsfé­lagi. 

Í viðtöl­um mbl.is við ýmsa for­ystu­menn inn­an raða sjó­manna­hreyf­ing­ar­inn­ar í dag hef­ur komið fram að tví­sýnt sé hver niðurstaða at­kvæðagreiðslunn­ar verður, þ.e. hvort samn­ing­arn­ir verða felld­ir eða samþykkt­ir.

Þeir sem vilja fella samn­ing­ana hafa einna helst bent á að sjó­mönn­um finn­ist þeim hafa verið stillt upp við vegg og þeir þvingaðir til gerðar samn­inga þar sem laga­setn­ing vofði yfir. Hafa því ein­hverj­ir frek­ar viljað hafna samn­ingn­um og láta setja lög á deil­una í stað þess að samþykkja samn­ing­ana með þess­um hætti. Þá hef­ur það einnig verið nefnt að sjó­menn hafi viljað hreyfa meira við olíu­viðmiðunum en gert var í nýj­um samn­ingi.

Ein­hver sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafa boðað sjó­menn um borð í kvöld á meðan önn­ur bíða eft­ir niður­stöðu at­kvæðagreiðslunn­ar um samn­inga. Það gild­ir m.a. um Vest­manna­eyja­fyr­ir­tæk­in Vinnslu­stöðina og Ísfé­lagið þar sem menn ætla að bíða eft­ir niður­stöðunni að sögn Kol­beins Agn­ars­son­ar, vara­for­manns Jöt­uns sjó­manna­fé­lags í Vest­manna­eyj­um. 

Hann seg­ir menn já­kvæða í garð samn­ing­anna í Eyj­um en þar gera sjó­menn ráð fyr­ir að fá boð um að halda til sjós í kvöld verði samn­ing­arn­ir samþykkt­ir. „Það verður snögg­lega leyst úr höfn ef það kem­ur já við þessu. Það er ekk­ert öðru­vísi,“ seg­ir Kol­beinn. „Menn fá mis­mikið úr þess­um samn­ingi, en all­ir fá eitt­hvað. Mér finnst vera meðbyr fyr­ir því að klára þetta.“

Skipt­ar skoðanir meðal sjó­manna í Grinda­vík

Stærsta sjó­manna­fé­lagið inn­an vé­banda Sjó­manna­sam­bands­ins er Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur, þar sem um 600 eru á kjör­skrá. Kjör­sókn var 35 pró­sent rétt fyr­ir fjög­ur í dag.

Heim­ild­ir mbl.is herma að skipt­ar skoðanir séu á samn­ingn­um meðal fé­lags­manna og seg­ir Ein­ar Hann­es Harðar­son, formaður Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur, það rétt að ekki séu all­ir á eitt sátt­ir. „Ég held að þetta verði fifty, fifty,“ seg­ir Ein­ar Hann­es. Hann seg­ir að búið sé að boða ein­hverja hans fé­lags­manna um borð í kvöld.

Hald­inn var fjöl­menn­ur fund­ur í gær þar sem samn­ing­ur­inn var kynnt­ur fé­lags­mönn­um. Ein­ar Hann­es seg­ir um 200 manns hafa sótt fund­inn en það eina sem hafi verið gagn­rýnt hafi verið fram­kvæmd at­kvæðagreiðslunn­ar en eng­in efn­is­leg gagn­rýni hafi komið fram á samn­ing­inn.

mbl.is