„Tæpt en þetta hafðist“

Valmundur ræðir við ríkissáttasemjara eftir að niðurstöðurnar urðu ljósar í …
Valmundur ræðir við ríkissáttasemjara eftir að niðurstöðurnar urðu ljósar í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, seg­ir niður­stöðu at­kvæðagreiðslunn­ar leggj­ast vel í sig, en sjó­menn samþykktu fyrr í kvöld nýj­an kjara­samn­ing með 52,4% at­kvæða.

„Þetta hafðist. Auðvitað var þetta tæpt en þetta hafðist,“ seg­ir Val­mund­ur í sam­tali við mbl.is og bæt­ir við að kynn­ing­ar­fund­ir aðild­ar­fé­lag­anna á samn­ingn­um hafi tek­ist vel.

„Ég held að mönn­um hafi snú­ist hug­ur þar, miðað við hvernig and­inn var þegar við skrifuðum und­ir. Þegar menn fóru og sáu kynn­ing­arn­ar á samn­ingn­um.

Þetta hefði ekki mátt vera mikið tæp­ara?

„Nei þetta er búið að vera stresskvöld núna. En ein­föld niðurstaða gild­ir og nú störf­um við sam­kvæmt samn­ingn­um og náum sátt um það. Við kom­um stand­andi niður all­ir og ég held við för­um bara að vinna bet­ur sam­an. Ég held að þetta verk­fall hafi kennt okk­ur það.“

Hvað gerði út­slagið?

„Ég held að það sé bara skyn­sem­in, ég held að það sé ekk­ert annað,“ svar­ar Val­mund­ur og bæt­ir við að mik­il vinna sé fram und­an, við að fram­fylgja samn­ingn­um.

Þá seg­ir hann bar­átt­unni um skatta­afslátt af fæðis­pen­ing­um ekki lokið.

„Við finn­um ein­hverja leið til að sjó­menn fái eitt­hvað í staðinn fyr­ir alla sína löngu fjar­veru.“

Eruð þið sátt við aðkomu sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að þessu máli?

„Ég vil ekk­ert vera að tala um það núna. Svona er póli­tík­in og hún vinn­ur svona. Auðvitað hefðum viljað sjá að hún hefði sagt já við því sem við vild­um. En maður fær ekki allt í líf­inu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina