Talning hafin í Karphúsinu

Talning hófst núna um klukkan átta í kvöld.
Talning hófst núna um klukkan átta í kvöld. mbl.is/Eggert

Byrjað er að telja greidd at­kvæði í at­kvæðagreiðslu sjó­manna um þann kjara­samn­ing sem samn­inga­nefnd­ir þeirra og SFS samþykktu aðfaranótt laug­ar­dags.

Eins og greint var frá fyr­ir stundu hafa viðmæl­end­ur mbl.is á staðnum tekið í sama streng og marg­ir þeir for­svars­menn sjó­manna sem blaðamenn mbl.is hafa tekið tali í dag, tví­sýnt sé um niður­stöður kosn­ing­anna.

Gert er ráð fyr­ir að niðurstaða liggi fyr­ir á ní­unda tím­an­um, en taln­ing­in fer fram í húsa­kynn­um rík­is­sátta­semj­ara, eða í Karp­hús­inu svo­kallaða.

„Ekk­ert til að hitt­ast yfir“

„Ég trúi því að menn nái kjara­samn­ingi og að við verðum með samn­ing, en ekki lög, yfir okk­ur næstu tvö árin,“ sagði Kon­ráð Þor­steinn Al­freðsson, vara­formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, í sam­tali við mbl.is fyrr í dag.

Ef samn­ing­ur­inn verður felld­ur, seg­ir hann að lítið muni ger­ast.

„Annað en það að Þor­gerður Katrín mun leggja fram frum­varp um lög á sjó­menn,“ sagði Kon­ráð og bæt­ti við, aðspurður, að deiluaðilar muni lík­lega ekki koma sam­an aft­ur í bráð, verði samn­ing­ur­inn felld­ur.

„Það er ekk­ert til að hitt­ast yfir. Við vor­um kom­in al­veg í botn í þessu máli. Það er ekk­ert meira í boði.“

mbl.is