„Þetta verður tvísýnt“

Aðalsteinn Árni Baldursson hjá Framsýn á Húsavík.
Aðalsteinn Árni Baldursson hjá Framsýn á Húsavík. mbl.is/Sigurður Bogi

At­kvæðagreiðsla um nýj­an kjara­samn­ing sjó­manna gæti orðið mjög tví­sýn. Það virðist skipt­ast nokkuð eft­ir verka­lýðsfé­lög­um hvort fé­lags­menn séu já­kvæðir eða nei­kvæðir í garð samn­ings­ins og á sum­um stöðum er hörð andstaða við samn­ing­inn. Þetta seg­ir Aðal­steinn Bald­urs­son hjá Fram­sýn á Húsa­vík.

Kjör­sókn hjá Fram­sýn er á milli 60-70% að sögn Aðal­steins, en kosn­ingu lýk­ur klukk­an 17:00. Þá mun lög­regl­an á staðnum koma og telja at­kvæði, en Aðal­steinn seg­ir að heim­ild hafi verið fyr­ir því að sýslumaður eða lög­regl­an myndu telja at­kvæði og koma niður­stöðunni til rík­is­sátta­semj­ara í stað þess að senda at­kvæðin suður ef veður eða land­fræðileg staða krefðist þess.

Reiðir út í SFS og hund­fúl­ir út í ráðherra

„Til­finn­ing­in er mjög sér­stök, sjó­menn eru mjög reiðir og ég skynja það hjá þeim. Það er eins og samn­ing­ur­inn falli í skugg­ann á fram­komu SFS og þeirra sem þar eru í for­svari,“ seg­ir Aðal­steinn og vís­ar til þess að búið sé að boða sjó­menn að mæta á skip­in í kvöld, þótt niðurstaðan liggi ekki fyr­ir. Þá seg­ir hann fram­göngu ráðherra ekki góða í þessu máli og skrítið að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir hafi komið fram og sagt að hún myndi ekki grípa inn í, en svo verið til­bú­in með lög á verk­fallið. „Menn eru reiðir út í hrok­ann hjá SFS og hund­fúl­ir út í ráðherr­ann,“ seg­ir Aðal­steinn.

Frá undirritun kjarasamningsins aðfaranótt laugardags.
Frá und­ir­rit­un kjara­samn­ings­ins aðfaranótt laug­ar­dags. Eggert Jó­hann­es­son

Hann bend­ir á að nú séu menn á leið þvert yfir landið í mörg­um til­fell­um. Hafi verið send­ir með rút­um frá Húsa­vík suður til Reykja­vík­ur og aust­ur á land. Þannig verði vænt­an­lega ein­hverj­ir stadd­ir á Blönduósi í kvöld þegar niðurstaðan ligg­ur fyr­ir og þá gætu þeir þurft að snúa við ef samn­ing­arn­ir verða felld­ir.

Tel­ur Aðal­steinn rétt að gef­inn hefði verið alla vega hálf­ur eða einn sól­ar­hring­ur fyr­ir sjó­menn að kom­ast í bát­ana eft­ir að niður­stöður liggja fyr­ir.

mbl.is