Tyrkneski kokkurinn Nurset Gökçe, betur þekktur undir gælunafninu Salt Bae, er að trylla heiminn með sérstökum töktum og söltunaraðferð. Stórstjörnurnar eru sjúkar í hann en bæði Ben Affleck og Rihanna hafa sést klæðast bolum með mynd af kokknum knáa. Leonardo DiCaprio borðaði á veitingahúsi hans fyrir skemmstu og lét vel af en kokkurinn knái hefur vart undan að opna ný veitingahús en hann rekur veitingahús í Tyrklandi og Dubai sem heita Nusr-Et. Þar að auki eru veitingahús í hans nafni bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi en hann þykir mikill meistari í meðhöndlun á kjötmeti.
Það er eiginlega ekki hægt að lýsa sérkennilegum stíl kokksins en hann þykir minna á dansara, hvernig hann meðhöndlar mat og jafnvel klámmyndaleik á köflum. Salt Bae saltar einnig allan mat með sérlegri olnbogatækni. Orð geta ekki útskýrt þennan sérlega mann – við látum því myndbandið um rest.