Ekki vitað hversu margir fiskar sluppu

Eldiskvíar. Mynd úr safni.
Eldiskvíar. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn

Starfs­menn Mat­væla­stofn­un­ar (Mast) fóru um helg­ina í eft­ir­lits­ferð til Arctic sea farm í Dýraf­irði eft­ir til­kynn­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins um gat á sjókví með regn­bogasil­ungi í firðinum. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Mast er búið að loka gat­inu, en ekki er vitað hversu marg­ir fisk­ar hafa sloppið. Aft­ur á móti er ljóst að regn­bogasil­ung­ur­inn sem slapp í um­hverfið síðastliðið sum­ar kom ekki úr þess­ari sjókví og eru þær slysaslepp­ing­ar því áfram til rann­sókn­ar hjá Mast.

Í til­kynn­ingu frá Arctic sea farm í kjöl­far þess að upp komst um málið kom fram að hér kynni að vera kom­in „meg­in­skýr­ing­in á mögu­legri slysaslepp­ingu regn­bogasil­ungs sem fjallað var um sl. haust þegar eng­in skýr­ing fannst á því hvaðan regn­bogasil­ung­ur væri upp­runn­inn sem veidd­ist í ám á Vest­fjörðum.“

Orri Vig­fús­son, formaður NASF (Vernd­ar­sjóðs virkra laxa­stofna) sagði meðal ann­ars við mbl.is að eld­is­fisk­ur ætti ekk­ert heima í nátt­úr­unni. Þá gagn­rýndi hann einnig eft­ir­lit Mast með þess­um iðnaði. „Ef það kem­ur eitt­hvað upp hjá þess­um aðilum tek­ur marga mánuði að fá upp­lýs­ing­ar um það. Þetta er gjör­sam­lega stjórn­laus iðnaður og það þarf virki­lega að herða tök­in á öllu eft­ir­liti.“

Í kjöl­far þess að upp­lýst var um gatið sendi Lands­sam­band veiðifé­laga frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem sagði að skýrt lög­brot hlyti að blasa við sem kallaði á frek­ari rann­sókn.

Teng­ist ekki máli frá síðasta sumri

Með skoðun sinni núna seg­ir Mast að úti­lokað sé að fisk­ur­inn sem slapp út í fyrra sé úr sömu kví og núna hafi verið skoðuð.

Enn er óljóst hvenær og hvernig gatið myndaðist en lík­leg­asta skýr­ing­in er sú að botn­hring­ur og net hafi nudd­ast sam­an með þeim af­leiðing­um að nún­ings­gat myndaðist á efri hluta þreng­ing­ar við botn kví­ar­inn­ar. Netið hef­ur verið lag­fært og verður gatið stærðarmælt þegar kví­in verður tek­in á land en áætluð stærð gats­ins er um 80cm x 50cm. Fyr­tækið hef­ur látið kafara yf­ir­fara aðrar kví­ar og búnaðinum verður öll­um skipt út á þessu ári, að því er seg­ir í til­kynn­ingu Mast.

Net var sett um kvínna um helg­ina og fannst eng­inn fisk­ur í því við skoðun. Ekki er hægt að áætla hversu marg­ir fisk­ar hafa sloppið fyrr en starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa lokið við slátrun úr kvínni en áætlað er að það verði nú í lok fe­brú­ar eða í byrj­un mars. Um er að ræða geld­an og sjúk­dóma­laus­an regn­bogasil­ung sem er ekki fær um að fjölga sér í ís­lenskri nátt­úru.

mbl.is