Haldið til hafs á ný

Skipverjar á Ásbirni RE50 ganga um borð að verkfalli loknu …
Skipverjar á Ásbirni RE50 ganga um borð að verkfalli loknu og halda til veiða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki leið á löngu eft­ir að niðurstaða at­kvæðagreiðslu um nýj­an kjara­samn­ing sjó­manna lá fyr­ir að fyrstu fiski­skip­in héldu til sjós. Verk­banni á vél­stjóra og línu­menn var aflétt aðfaranótt laug­ar­dags þegar samið var í kjara­deil­unni og nýttu þeir tím­ann í gær og í fyrra­dag til að búa tog­ar­ana til veiða.

Sjó­menn samþykktu naum­lega nýj­an kjara­samn­ing með 52,4 pró­sent­um at­kvæða í at­kvæðagreiðslu í gær, sem bind­ur enda á tæp­lega tíu vikna langt verk­fall sjó­manna. Sjó­menn höfðu verið samn­ings­laus­ir frá byrj­un árs 2011.

Samn­inga­nefnd­ir sjó­manna og Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi náðu klukk­an hálfþrjú aðfaranótt laug­ar­dags samn­ingi sem fór strax á laug­ar­dags­morg­un í kynn­ingu til sjó­manna og í kjöl­farið í at­kvæðagreiðslu. 1.189 af þeim 2.214 sjó­mönn­um sem voru á kjör­skrá greiddu at­kvæði eða 53,7 pró­sent, að því er fram kem­ur í ít­ar­legri um­fjöll­un um lykt­ir kjara­deilu sjó­manna í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is