Skilar sjómönnum miklum ávinningi

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Skýr­ari verður hót­un í garð for­ystu­manna sjó­manna ekki,“ seg­ir á vefsíðu Verka­lýðsfé­lags Akra­ness þar sem fjallað er um nýj­an kjara­samn­ing sjó­manna við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS). Er þar vísað til fram­göngu Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, vegna kjara­deil­unn­ar.

Ráðherr­ann hafi lagt fram sátta­til­lögu á föstu­dags­kvöldið skömmu áður en kjara­deil­an leyst­ist sem sjó­menn hefðu haft til miðnætt­is til þess að ganga að. Þor­gerður hafi sagt að lög á verk­fall væru til­bú­in í ráðuneyti henn­ar og ef sátta­til­lag­an yrði ekki samþykkt þyrfti hún í kjöl­farið að hafa sam­band við for­seta Alþing­is vegna máls­ins.

For­ysta sjó­manna hafi hins veg­ar ekki getað fall­ist á sátta­til­lögu ráðherr­ans þar sem í henni hafi verið kveðið skýrt á um að sjó­menn nytu ekki skatta­hagræðis vegna fæðis­hlunn­inda nema þeir væri á sjó leng­ur en 48 klukku­stund­ir. Það þýddi að 40% allra ís­lenskra sjó­manna hefði ekki fengið neitt úr úr því fyr­ir­komu­lagi.

„Með þessu var verið að reka fleyg í raðir sjó­manna, því það kom aldrei til greina hjá samn­inga­nefnd sjó­manna að skilja 40% af fé­lög­un­um eft­ir án þess að þeir fengju neitt. Á þess­ari for­sendu hafnaði sjó­manna­for­yst­an þessu svo­kallaða sátta­til­boði, því þetta sátta­til­boð setti samn­inga­nefnd­ina í gríðarlega erfiða og ógeðfellda stöðu,“ seg­ir á vefsíðunni.

Þannig hafi aðkoma stjórn­valda að kjara­deil­unni ekki verið þeim til sóma. „Það er dap­ur­legt til þess að vita að for­ystu­mönn­um sjó­manna hafi verið stillt upp við vegg á ög­ur­stundu vegna þeirr­ar sjálf­sögðu kröfu að sjó­menn yrðu meðhöndlaðir með sam­bæri­leg­um hætti og annað launa­fólk á ís­lensk­um vinnu­markaði þegar kem­ur að skattameðferð á dag­pen­ing­um vegna fæðis­kostnaðar.“

Hins veg­ar væri ljóst að kjara­samn­ing­ur­inn sem samið var um án aðkomu stjórn­valda skilaði ís­lensk­um sjó­mönn­um um­tals­verðum ávinn­ingi. Mörg brýn rétt­inda­mál hafi náðst í gegn og samn­ing­arn­ir muni skila sjó­mönn­um um eða yfir 2 millj­örðum. „En það er alltaf þannig í allri kjara­samn­ings­gerð að menn vilja gera bet­ur. Menn vilja ná meiru og það er eðli­legt.“

mbl.is