Tóku vart eftir að íslenskan fisk vantaði

Sjómannaverkfallið hefur vakið upp fjölmargar spurningar.
Sjómannaverkfallið hefur vakið upp fjölmargar spurningar. mbl.is/Eggert

„Það er slá­andi að er­lend­ir neyt­end­ur hafi varla tekið eft­ir því að ís­lensk­ur fisk­ur hafi ekki verið fá­an­leg­ur í þó nokk­urn tíma,“ seg­ir Þór Sig­fús­son hjá Sjáv­ar­klas­an­um við mbl.is. Hann seg­ir margt megi læra af ný­loknu níu vikna sjó­manna­verk­falli, einkum á sviði markaðssetn­ing­ar á ís­lensk­um fiski.

Hann kall­ar eft­ir auk­inni sam­vinnu allra þeirra í mat­vælaiðnaðinum sem selja sjáv­ar­af­urðir. „Það eru miklu meiri tæki­færi í sam­vinnu. Við finn­um fyr­ir aukn­um áhuga á Íslandi en við virðumst ekki nýta okk­ur það nægi­lega vel beint til neyt­and­ans. Við þurf­um að beita okk­ur bet­ur fyr­ir því að selja ímynd ís­lenskra sjáv­ar­af­urða,“ seg­ir Þór. Hann nefn­ir dæmi um norsk­ar sjáv­ar­af­urðir sem nokkuð vel heppnaða markaðssetn­ingu þar sem náð er beint til er­lendra neyt­enda sem þekkja vel ímynd norskra sjáv­ar­af­urða frá öðrum.   

Milliliðir taka sitt

Þór bend­ir á að þrátt fyr­ir að á síðustu árum hafi nýt­ing á öll­um fiskaf­urðum auk­ist til muna, eins og ný tækni í full­vinnslu og fleira í þeim dúr, sitji ekki nægi­lega mikið af fjár­mun­um eft­ir hjá ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um held­ur fari það í aukn­um mæli til annarra milliliða. „Þetta er eitt dæmi sem við get­um skoðað hvernig við get­um selt fisk­inn okk­ar til dæm­is beint á net­inu,“ seg­ir Þór. 

Hann ít­rek­ar að tæki­fær­in séu víða en næsta skref sé að ræða um þessa hluti og vinna sam­an. Hins veg­ar bend­ir hann á að blik­ur séu á lofti um frek­ari sundr­ung en sam­ein­ingu.

„Get­um við notað áföll til að hugsa hlut­ina upp á nýtt?“ er yf­ir­skrift nýs pist­ils frá Sjáv­ar­klas­an­um

mbl.is

Bloggað um frétt­ina