Þurfa að ná kúnnum til baka

Í viðskiptum með ferskan fisk skiptir stöðugleiki framboðs mestu máli.
Í viðskiptum með ferskan fisk skiptir stöðugleiki framboðs mestu máli. Helgi Bjarnason

„Ég held að þetta geti orðið erfitt í viss­um teg­und­um, sér­stak­lega ferska fisk­in­um sem er háður stans­lausu og stöðugu fram­boði. Norðmenn hafa verið að dæla þorski um alla Evr­ópu þannig að verk­fallið kom ekki á besta tíma,“ seg­ir Karl Hjálm­ars­son, markaðs- og sam­skipta­stjóri hjá Ice­land Sea­food In­ternati­onal. 

Ice­land Sea­food In­ternati­onal er sölu- og markaðsfyr­ir­tæki í út­flutn­ingi á fersk­um, frosn­um og söltuðum sjáv­ar­af­urðum. Fé­lagið var stofnað árið 1932 og starf­semi þess nær til allra helstu sjáv­ar­út­vegs­markaða heims. 

Við þurf­um að sjá hvað ger­ist með verð og fram­boð og reyna að vinna okk­ur til baka í þeim vöru­flokk­um þar sem við höf­um lent í vand­ræðum. Við för­um ekki auðveld­lega inn og sér­stak­lega ekki ef menn ætla að fara að veiða af krafti, það get­ur haft áhrif á markaðsverð. Þá erum við að keyra niður verð sem við erum búin að byggja upp gegn­um tíðina,“ seg­ir Karl. 

Hafa misst nokkra yfir

Hann seg­ir að fyr­ir­tækið hafi orðið vart við að viðskipta­vin­ir hafi leitað annarra ráða þegar verk­fallið tók að drag­ast á lang­inn. 

„Ísland er þó nokkuð stórt í veit­inga­geir­an­um og þar tek­ur lang­an tíma að koma vöru á mat­seðil. Þegar hún er kom­in þarf veit­inga­húsið að geta reitt sig á að fá þenn­an fisk. Við höf­um misst nokkra yfir og þá er spurn­ing hvort við náum þeim til baka,“ seg­ir Karl. 

mbl.is