Angelina Jolie opnaði sig um skilnað hennar og leikarans Brad Pitt í viðtali sem birtist á BBC í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem Jolie tjáir sig um skilnaðinn, sem hún segir að hafi reynt mikið á hana.
„Mig langar ekki að tjá mig mikið um þetta, en get þó sagt að þetta hafi verið erfiður tími. Við erum fjölskylda og munum alltaf vera fjölskylda. Við munum komast í gegnum þetta og vonandi verðum við sterkari fyrir vikið,“ sagði leikkonan.“
„Margir aðrir eru í þessari stöðu. Öll fjölskyldan mín hefur átt erfitt. En nú einbeiti ég mér að börnunum mínum. Börnunum okkar.“
Frétt mbl.is: Jolie vaknaði til lífsins í Kambódíu