Verkfallið bitnar misjafnt á höfnum

Magnús Jónasson og Orri Magnússon starfa á dragnótarbátnum Ólafi Bjarnarsyni …
Magnús Jónasson og Orri Magnússon starfa á dragnótarbátnum Ólafi Bjarnarsyni SH, hér með vænan þorsk á höfninni í Ólafsvík í gær. mbl.is/Alfons

Hið langa sjó­manna­verk­fall hef­ur haft mis­mun­andi áhrif á hafn­ir lands­ins. Hafn­ir á Íslandi treysta í mjög ólík­um mæli á afla­gjöld, þ.e. gjöld tek­in af lönduðum afla, til rekstr­ar síns, að því er fram kem­ur í skýrslu Sjáv­ar­klas­ans, sem birt var fyr­ir helgi.

Hrein­ræktaðar fiski­hafn­ir, sem finn­ast mjög víða í þeim sveit­ar­fé­lög­um þar sem sjáv­ar­út­veg­ur spil­ar stórt hlut­verk í at­vinnu­líf­inu, treysta þannig í mun meira mæli á afla­gjöld en stærri hafn­ir sem þjóna fjöl­breytt­ara at­vinnu­lífi, seg­ir í skýrsl­unni.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að Faxa­flóa­hafn­ir höfðu mest­ar tekj­ur af hafn­ar­gjöld­um í fyrra eða rúm­ar 253 millj­ón­ir króna. Var það þó aðeins 8% af tekj­um Faxa­flóa­hafna þetta ár. Tekj­ur Grinda­vík­ur­hafn­ar voru 151,5 millj­ón­ir, sem voru 70% af heild­ar­tekj­um hafn­ar­inn­ar. Hæsta hlut­fallið var hjá Skaga­strand­ar­höfn, 74%, hjá Bol­ung­ar­vík­ur­höfn var það 72%, hjá Fjalla­byggðar­höfn­um 69,3%, hjá höfn­um Snæ­fells­bæj­ar 65% og höfn­um Dal­vík­ur­byggðar 61,8% svo dæmi séu tek­in.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: