Ætla að kæra kosninguna

Framkvæmd atkvæðagreiðslunnar um kjarasamning sjómanna verður kærð.
Framkvæmd atkvæðagreiðslunnar um kjarasamning sjómanna verður kærð. mbl.is/Eggert

„Það leið of stutt­ur tími frá því að kjara­samn­ing­ur sjó­manna var und­ir­ritaður og hann kynnt­ur og síðar sett­ur í at­kvæðagreiðslu. Tíma­mörk­in sam­kvæmt al­menn­um regl­um þar um voru ekki virt,“ seg­ir Heiðveig María Ein­ars­dótt­ir, viðskipta­lög­fræðing­ur og sjó­maður, sem vinn­ur í því fyr­ir hönd hóps sjó­manna að út­búa kæru á fram­kvæmd at­kvæðagreiðslu um kjara­samn­ing sjó­manna til Fé­lags­dóms. Einnig verður óskað eft­ir áliti frá ASÍ um efnið.  

Samn­ing­ar í kjara­deilu sjó­manna við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi náðust á þriðja tím­an­um aðfaranótt laug­ar­dags­ins 18. fe­brú­ar. Eft­ir það tók við kynn­ing á samn­ingn­um hjá aðild­ar­fé­lög­un­um á laug­ar­deg­in­um. At­kvæðagreiðsla hófst strax í kjöl­farið. Samn­ing­ur­inn var samþykkt­ur naum­lega á sunnu­dags­kvöld­inu 19. fe­brú­ar eft­ir at­kvæðagreiðslu. Á kjör­skrá voru 2.214 manns og 1.189 greiddu at­kvæði, 52,4% þeirra sem greiddu at­kvæði samþykktu samn­ing­inn en 46,9% greiddu at­kvæði gegn hon­um. Verk­fall sjó­manna stóð yfir í tæp­ar 10 vik­ur. 

Tíma­mörk­in voru ekki virt bæði hvað varðar vinnu­rétt­ar­lög­gjöf­ina og reglu­gerð ASÍ, að sögn Heiðveig­ar. „Þetta var alls­herj­ar­at­kvæðagreiðsla á kjörstað og viðmiðun­ar­regla fyr­ir það er að að samn­ing­ur­inn sé kynnt­ur að lág­marki í sjö daga og tveir dag­ar fari í kosn­ingu á kjörstað. Þó er heim­ilt að stytta það niður í tvo daga í kynn­ingu og tvo daga í kosn­ingu ef samn­ingsaðilar eru sam­mála þar um,“ seg­ir Heiðveig. Að lág­marki hefði þetta því þurft að taka fjóra sól­ar­hringa.  

Heiðveig bend­ir á að mis­jafnt hafi verið hvernig fé­lög­in hafi hagað kynn­ingu á samn­ingn­um. Hún seg­ir dæmi um að fólk hafi ekki þurft að fram­vísa skil­ríkj­um við at­kvæðagreiðslu og hafi mögu­lega kosið oft­ar en einu sinni.  

Vilja samn­ing sem er haf­inn yfir all­an vafa

„Aðal­málið í þessu er að eft­ir þetta langa verk­fall vilja sjó­menn vera með samn­ing sem er haf­inn yfir all­an vafa,“ seg­ir Heiðveig og bæt­ir við: „Fram­kvæmd kosn­ing­ar­inn­ar er ekki til að auka traust milli út­gerðar­inn­ar og sjó­manna. Það er mín reynsla að sjó­menn eru marg­ir hverj­ir hrædd­ir við yf­ir­menn sína og það rík­ir enn ákveðinn þræl­sótti.“

Hún seg­ir að ákveðið hafi verið að senda inn beiðni um álit eða jafn­vel bind­andi úr­sk­urð frá miðstjórn ASÍ sem Sjó­manna­sam­bandið er aðili að. Einnig verður Sjó­manna­sam­band­inu stefnt fyr­ir Fé­lags­dóm til þess að fá úr því skorið hvort fram­kvæmd­in á at­kvæðagreiðslunni hafi verið lög­mæt.

Stefnt er að því að leggja kær­una fyr­ir í þess­ari viku og biðja um álitið frá ASÍ. Eft­ir það verði Fé­lags­dóm­ur vænt­an­lega kallaður sam­an. „Það mætti kalla þetta svo­kallað viður­kenn­ing­ar­mál þar sem þetta hef­ur ekki verið gert áður,“ seg­ir Heiðveig. 

mbl.is