Segir mikinn ávinning af breytingunum

Útgerð lætur skipverjum fullt fæði í té án endurgjalds. Greiddur …
Útgerð lætur skipverjum fullt fæði í té án endurgjalds. Greiddur er skattur af 1.327 kr. fyrir fullt fæði á dag en ekki af því sem umfram er. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Erfiðasti hnút­ur­inn á loka­spretti sjó­manna­deil­unn­ar var fæðis­kostnaður sjó­manna og skatt­greiðslur af fæðis­pen­ing­un­um.

Hann losnaði ekki fyrr en sam­komu­lag náðist milli viðsemj­endanna í nýju sjó­manna­samn­ing­un­um um að út­gerðir skuli fram­veg­is láta skip­verj­um fullt fæði í té end­ur­gjalds­laust.

Fæðis­hlunn­indi telj­ast þó eft­ir sem áður skatt­skyld­ar tekj­ur sjó­manna líkt og fæðis­pen­ing­arn­ir og ber sjó­mönn­um að greiða tekju­skatt af þeim sam­kvæmt skatta­lög­um. Spurður í Morg­un­blaðinu í dag hver ávinn­ing­ur­inn sé af sam­komu­lag­inu seg­ir Hólm­geir Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Sjó­manna­sam­bands Íslands, að hann sé heil­mik­ill. Fæðis­pen­ing­arn­ir sem greidd­ur var skatt­ur af dugðu ekki alltaf til að greiða fæðis­kostnaðinn og sjó­menn þurftu því að borga sjálf­ir til viðbót­ar fyr­ir fæðið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina