Fiskvinnsla hafin á Seyðisfirði

Allt er komið á fullt í Síldarvinnslunni. Myndin er úr …
Allt er komið á fullt í Síldarvinnslunni. Myndin er úr safni. mbl.is/Helgi

Vinnsla hófst í fisk­vinnslu Síld­ar­vinnsl­unn­ar á Seyðis­firði í gær en þar hef­ur eng­in vinnsla farið fram frá því um miðjan des­em­ber vegna sjó­manna­verk­falls­ins. Byrjað var að vinna fisk af Vest­manna­ey VE og síðan kom fisk­ur af Barða NK sem landaði í gær. Þá er gert ráð fyr­ir að Gull­ver NS landi á Seyðis­firði á morg­un.

Þetta kem­ur fram á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.
 
Haft er eft­ir Ómari Boga­syni, fram­leiðslu­stjóri í fisk­vinnsl­unni, að það væri einkar ánægju­legt að sjá fólk koma til vinnu á ný.

„Það var létt yfir fólki þegar það kom til starfa og all­ir virt­ust afar fegn­ir að þessu langa verk­falli væri lokið. Hér var byrjað með hefðbundn­um hætti og fyrstu fersku hnakk­arn­ir fóru með Nor­rænu í gær,“ seg­ir Ómar í til­kynn­ing­unni..

mbl.is