Vélstjórar samþykktu

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM.
Guðmundur Ragnarsson, formaður VM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjara­samn­ing­ur VM Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), sem und­ir­ritaður var 18. fe­brú­ar, var samþykkt­ur í at­kvæðagreiðslu sem lauk á há­degi í dag. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá VM.

Frétt mbl.is: Nýi samn­ing­ur­inn í heild sinni

Þar seg­ir að á kjör­skrá hafi verið 479 fé­lags­menn og af þeim hafi 266, eða 55,5%, tekið þátt í at­kvæðagreiðslunni. Já sögðu 163, eða 61,3% þeirra sem greiddu at­kvæði, og nei sögðu 98, eða 36,8%. Fimm, eða 1,9%, skiluðu auðu.

Kjara­samn­ing­ur­inn var því samþykkt­ur með 61,3% greiddra at­kvæða.

mbl.is