Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn tveimur stjúpdætrum sínum þegar þær voru 15 ára. Í ákæru málsins segir að maðurinn hafi í að minnsta kosti fimm skipti áreitt aðra stúlkuna kynferðislega með því að káfa, bæði innan og utan klæða, á maga og rassi stúlkunnar og utanklæða á brjóstum hennar. Þá kyssti hann háls hennar og setti tær hennar í munn sér.
Er hann ákærður fyrir að hafa áreitt hina stúlkuna kynferðislega með að hafa farið með hendi inn fyrir bol stúlkunnar og strokið yfir brjóst hennar utan á brjóstahaldara. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa káfað á brjóstum hennar innanklæða í rúmi sem hann og móðir stúlknanna gistu í.
Er ákært á grundvelli 2. málsgreinar laga númer 201 í almennum hegningarlögum. Þar er kveðið á um refsingu vegna kynferðislegrar áreitni við börn á aldrinum 15-17 ára sem tengjast viðkomandi fjölskylduböndum eða verið trúað fyrir kennslu og uppeldi barnsins. Getur hún varðað fangelsi allt að 4 árum.
Málið var þingfest í héraðsdómi í dag.