30% búa við matarskort

Kjötsala í Mpondwe í Úganda. Um 30% þjóðarinnar býr við …
Kjötsala í Mpondwe í Úganda. Um 30% þjóðarinnar býr við matarskort. AFP

Stjórn­völd í Úganda segja að 30% þjóðar­inn­ar búi við mat­ar­skort vegna þurrka. „Ljóst hef­ur verið í nokkr­ar vik­ur að um­fang þessa vanda vex en ekki hafa komið fram áður svo ógn­væn­leg­ar töl­ur,“ er haft eft­ir Stefáni Jóni Haf­stein, for­stöðumanni sendi­ráðs Íslands í Kampala, í Heims­ljósi, vef­riti um þró­un­ar­mál.

Stefán Jón Hafstein starfar í sendiráði Íslands í Úganda.
Stefán Jón Haf­stein starfar í sendi­ráði Íslands í Úganda. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Stefán Jón seg­ir að und­an­far­in ár hafi hinir hefðbundnu regn­tím­ar í Úganda breyst, regn verið óreglu­legra og löng óvænt þurrka­tíma­bil komið. „Í umræðunni er að Úganda, sem er ákaf­lega frjó­samt land, geti ekki leng­ur byggt smá­bændaland­búnað sinn á úr­komu einni. Áveit­ur þykja ákjós­an­leg­ur kost­ur fyr­ir bænda­sam­fé­lög­in en þar er langt í land enn þá. Úganda hef­ur ekki farið að ráði sumra Afr­íku­ríkja og bannað mat­væla­út­flutn­ing vegna ástands­ins, enda býr landið við mik­inn gjald­eyr­is­skort. Radd­ir um slíkt bann áger­ast nú og kröf­ur ger­ast há­vær­ari um að rík­is­valdið komi til hjálp­ar með því að út­hluta mat­væl­um,“ seg­ir Stefán Jón.

Mat­væla­skort­ur er nú víða í aust­ur­hluta Afr­íku. Fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna seg­ir að um 20 millj­ón­ir manna í fjór­um lönd­um séu við hung­ur­mörk. Hann seg­ir að fjárþörf­in fyr­ir lok mars­mánaðar sé 4,4 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða tæp­lega 500 millj­arðar ís­lenskra króna.

Svæðin fjög­ur þar sem hungrið sverf­ur að eru Unity-ríki í Suður-Súd­an þar sem þegar hef­ur verið form­lega lýst yfir hung­urs­neyð, norðaust­ur­hluti Níg­er­íu, Sómal­ía og Jemen.

Í þrem­ur til­vik­um er mat­ar­skort­ur­inn til­kom­inn fyrst og fremst vegna vopnaðra átaka en í einu til­viki, Sómal­íu, eru langvar­andi þurrk­ar meg­in­skýr­ing­in. Þurrk­ar eru þó einnig hluti af neyðarástand­inu á hinum þrem­ur svæðunum, seg­ir í frétt Heims­ljóss. 

mbl.is