Þverrandi auðlindir ógna framtíð mannkyns

Jarðarbúar borða sífellt meira af kjöti. Til að framleiða kjöt …
Jarðarbúar borða sífellt meira af kjöti. Til að framleiða kjöt þarf að nota mikið af korni. AFP

Mat­væla- og land­búnaðar­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna (FAO) tel­ur að framtíð mann­kyns sé ógnað vegna þess að nátt­úru­auðlind­ir fari þverr­andi og breyt­ing­ar á lofts­lagi skapi þær aðstæður að mat­væla­skort­ur gæti orðið að veru­leika.

Þessi viðvör­un er sett fram í nýrri skýrslu FAO sem fjallað er um í Heims­ljósi, vef­riti um þró­un­ar­mál.

Í skýrsl­unni er lögð er áhersla á mik­il­vægi þess að grípa í taum­ana meðan jarðarbú­ar hafa enn mögu­leika á því að fram­leiða mat fyr­ir alla. Að mati skýrslu­höf­unda þarf að gera gagn­ger­ar breyt­ing­ar til að tryggja sjálf­bæra fram­leiðslu á mat í þágu alls mann­kyns.

Í skýrsl­unni seg­ir að raun­veru­leg­ar og mark­tæk­ar fram­far­ir hafi orðið á síðustu þrjá­tíu árum í bar­átt­unni gegn hungri en þær fram­far­ir hafa oft og tíðum verið á kostnað nátt­úr­unn­ar. „Um það bil helm­ing­ur skóga sem eitt sinn klæddu lönd heims­ins er horf­inn. Ört er gengið á grunn­vatns­birgðir. Líf­fræðileg­ur fjöl­breyti­leiki minnk­ar,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Í skýrsl­unni seg­ir enn frem­ur að þeim komi til með að fjölga sem borða minna korn­meti en meira af kjöti, ávöxt­um, græn­meti og unn­um mat­væl­um. Þetta sé hluti af breyttu mataræði í heim­in­um sem auki álag á nátt­úru­auðlind­ir, leiði til auk­inn­ar skóg- og land­eyðing­ar og auk­inn­ar los­un­ar gróður­húsaloft­teg­unda.

Að mati FAO er brýnt að fjár­festa í mat­væla­fram­leiðslu heims­ins og end­ur­skipu­leggja hana því að óbreyttu fjölgi þeim sem svelta fram til árs­ins 2030, en það ár á sam­kvæmt heims­mark­miðum Sam­einuðu þjóðanna að vera búið að upp­ræta hung­ur í heim­in­um. 

mbl.is