Skjaldbaka sem fjölgar sér eins og kanína

Diego er algjör sjarmör.
Diego er algjör sjarmör.

Skjald­bak­an Diego er eng­in venju­leg baka. Hann hef­ur fengið viður­nefnið Casanova þar sem hann er sagður upp á sitt eins­dæmi hafa bjargað teg­und sinni frá út­rým­ingu. Diego hef­ur eign­ast hvorki meira né minna en 800 af­kvæmi.

Sag­an af frjó­semi Diegos hef­ur farið sem eld­ur í sinu um fjöl­miðla heims­ins en pró­fess­or við há­skóla í New York, sem rann­sakað hef­ur skjald­bök­urn­ar, seg­ir að þó að hann sé af­kasta­mik­il þegar kem­ur að því fjölga sér er lík­lega önn­ur skjald­baka enn dug­legri. Sú hef­ur hins veg­ar ekki mjög eft­ir­tekt­ar­vert nafn. Hún heit­ir ein­fald­lega E5. Sam­kvæmt rann­sókn­um hef­ur E5 eign­ast helm­ingi fleiri af­kvæmi en Diego.

Skýr­ing­in á frægð Diegos er sú að hann hef­ur oft sést í mök­um við kven­kyns skjald­bök­ur.

Fyr­ir um hálfri öld var Diego í hópi fimmtán skjald­baka af sinni teg­und í heim­in­um. Teg­und­in heit­ir chelonoidis hood­ens­is og taldi fyr­ir hálfri öld þrjú karldýr og tólf kven­dýr. Diego kom í heim­inn á eyj­unni Espanola en far flutt­ur í dýrag­arð í Sand Diego þar sem hann var frá fjórða til sjö­unda ára­tug síðustu ald­ar.

Þegar þjóðgarður var stofnaður á Galapagos var hann flutt­ur þangað. Til­gang­ur­inn var að fjölga í stofni skjald­baka af hans teg­und.

Diego er nokkuð sér­stak­ur í út­liti. Skel hans er brot­in enda er hann meira en 100 ára gam­all. „Hann lít­ur út eins og reynd­ur stríðsmaður,“ seg­ir pró­fess­or­inn James Gibbs. Hann seg­ir Diego ekki stór­an í sam­an­b­urði við aðra skjald­böku­karla en hins veg­ar er hann hugaður. 

Diego og fé­lagi hans E5 eru mun frjó­sam­ari en Ein­far­inn Geor­ge (e. lonesome Geor­ge), ein þekkt­asta skjald­baka allra tíma. Hann var sá síðasti af teg­und­inni chelonoidis abingdoni og drapst árið 2012. Ein­far­inn Geor­ge hafði eng­an áhuga á kven­dýr­um sem leidd voru á hans fund.

Einfarinn George var svo sannarlega einfari. Hann drapst árið 2012 …
Ein­far­inn Geor­ge var svo sann­ar­lega ein­fari. Hann drapst árið 2012 og hans teg­und er þar með út­dauð. AFP
mbl.is