Fann kettlinga í ferðatösku

Kettlingarnir átta kúra saman í dýraathvarfinu.
Kettlingarnir átta kúra saman í dýraathvarfinu.

Kona sem var úti að ganga með hund­inn sinn á af­skekktu svæði í Hal­stead í Essex á Englandi, gekk fram á gamla ferðatösku á lest­artein­um. Hún ætlaði ekki að skipta sér af þess­ari tösku en þá fór hund­ur­inn henn­ar að þefa mikið af henni.

Kon­an stoppaði af þeim sök­um og heyrði allt í einu veikt mjálm koma úr tösk­unni. Hún opnaði hana og í ljós kom læða og átta kett­ling­ar henn­ar.

Í frétt­um ITV og The Dodo um málið seg­ir að kett­ling­arn­ir hafi all­ir verið vannærðir og læðan var með vökvaskort. Kon­an tók alla kett­ina heim til sín og hringdi í næsta dýra­at­hvarf og bað þá að taka fjöl­skyld­una upp á sína arma. Læðan, sem fengið hef­ur nafnið Tar­ini, þurfti að fara í heim­sókn til dýra­lækn­is­ins og var þar sett á gjör­gæslu. Kett­ling­arn­ir fóru hins veg­ar beint í at­hvarfið. Eft­ir að læðan hafði fengið vökva í æð. Hún var svo flutt aft­ur til kett­ling­anna sinna. 

Kett­ling­arn­ir voru aðeins fimm vikna gaml­ir. Þeir komust fljótt til góðrar heilsu. 

Í frétt The Dodo seg­ir að kett­ling­arn­ir séu enn of ung­ir til að fá ný heim­ili. En bráðum kem­ur að því og þá mun starfs­fólk dýra­at­hvarfs­ins velja bestu mögu­legu eig­end­urna.

Enn er ekki vitað hvaðan kett­irn­ir komu og hef­ur dýra­at­hvarfið aug­lýst eft­ir vís­bend­ing­um um málið.

mbl.is