Reiði vegna dráps á hundi

Leitarhundur að störfum á flugvelli í Þýskalandi.
Leitarhundur að störfum á flugvelli í Þýskalandi. AFP

Mik­il reiði rík­ir meðal al­menn­ings á Nýja-Sjálandi eft­ir að lög­reglumaður skaut hund til bana á flug­vell­in­um í Auckland. Hund­ur­inn, sem starfaði við ör­yggis­eft­ir­lit á flug­vell­in­um, hafði sloppið laus og hljóp laus á vell­in­um.

Yf­ir­völd segja að hund­ur­inn, sem hét Grizz, hafi verið skot­inn þar sem von­laust hafi verið að ná hon­um. Starfsmaður á flug­vell­in­um seg­ir að ákvörðun um að drepa hund­inn hafi verið neyðarráðstöf­un en at­vikið kostaði mikl­ar taf­ir á öllu flugi um völl­inn.

Þrátt fyr­ir yf­ir­lýs­ing­ar yf­ir­valda er al­menn­ing­ur á öðru máli og spyr fólk hvort ekki hafi mátt skjóta hann frek­ar með deyfi­lyfi.

Grizz var 10 mánaða gam­all og var í þjálf­un á flug­vell­in­um, seg­ir í frétt­um BBC og Guar­di­an.

mbl.is