Financial Times fjallar í dag um kaup Goldman Sachs og þriggja vogunarsjóða á þriðjungshlut í Arion banka. Segir í fréttinni að engum tíma hafi verið sóað í að ausa fjármunum aftur til Íslands þegar gengið var frá kaupum á bankanum aðeins viku eftir afnám gjaldeyrishafta.
Þá segir að bankarnir eru tóku við af Kaupthingi, Glitni og Landsbankanum eftir hrun hafi verið boðnir til sölu á liðnum árum með engum árangri. Þar til nú. Samblanda af örum hagvexti vegna ferðaþjónustu, háum stýrivöxtum og afnámi hafta hafi lokkað erlenda fjárfesta til Íslands á nýjan leik á síðustu mánuðum.
Bent er á að Arion stefni enn þá að skráningu á markað og að kaupendur eigi kost á því að auka hlut sinn um 22% áður en að því kemur.
Hér má lesa frétt Financial Times um söluna.