Fjármálaeftirlitið segir að ónákvæmni hafi gætt í frétt sinni í gær um að atkvæðisréttur fylgi ekki 30% hlutnum í Arion banka sem seldur var um helgina.
Hið rétt er að atkvæðisréttur fylgir ekki eignarhlut þriggja stærstu kaupendanna en eftirlitið hefur ekki upplýsingar um þetta atriði varðandi þann fjórða.
Samkvæmt þessu fylgir atkvæðaréttur ekki hlut Attestor Capital LLP, Taconic Capital Advisors UK LLP og Och-Ziff Capital Management Group. Ekki liggur fyrir hvort atkvæðisréttur fylgi hlut Goldman Sachs.