Vinnslustöðin fær ekki 500 milljónir

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hæstirétt­ur staðfesti í dag sýknu­dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur í máli Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um gegn rík­inu vegna sér­staks veiðigjalds sem lagt var á fisk­veiðiárið 2012-2013. Vinnslu­stöðin var dæmd til að greiða rík­inu tvær millj­ón­ir króna í máls­kostnað.

Ágrein­ing­ur­inn laut að því hvort Vinnslu­stöðin ætti rétt á end­ur­greiðslu sér­staks veiðigjalds sem lagt hafði verið á vegna afla­heim­ilda og landaðs afla skipa.

Vinnslu­stöðin krafðist rúm­lega 500 millj­óna króna í end­ur­greiðslu frá rík­inu. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur sýknaði ríkið af öll­um kröf­um Vinnslu­stöðvar­inn­ar 25. janú­ar í fyrra.

Vinnslu­stöðin áfrýjaði mál­inu til Hæsta­rétt­ar, þar sem dóm­ur héraðsdóms var staðfest­ur.

Hæstiréttur Íslands.
Hæstirétt­ur Íslands. Mbl.is/​Golli

Á vefsíðu Vinnslu­stöðvar­inn­ar seg­ist Ragn­ar H. Hall, hæsta­rétt­ar­lögmaður, sem flutti málið fyr­ir hönd Vinnslu­stöðvar­inn­ar vera mjög ósátt­ur við niður­stöðu Hæsta­rétt­ar.

„Ekki frek­ar en endra­nær þýðir að deila við dóm­ar­ann þótt menn séu ósátt­ir við niður­stöðuna. Ég tel að rök­stuðning­ur Hæsta­rétt­ar sé ekki sann­fær­andi í um­fjöll­un dóms­ins um að mál­efna­leg rök hafi legið að baki þeirri reglu að sum­ir megi draga frá álögðu veiðigjaldi fjár­magns­kostnað sem þeir hafa haft meðan aðrir mega það ekki. Fjár­magns­kostnaður vegna kaupa á afla­heim­ild­um er frá­drátt­ar­bær meðan ann­ar fjár­magns­kostnaður er það ekki. Hvernig það fær sam­rýmst jafn­ræðis­reglu stjórn­ar­skrár­inn­ar er mér hulið.

Í dóm­in­um er sömu­leiðis kom­ist að þeirri niður­stöðu að hið sér­staka gjald hafi verið hóf­legt og að lög­gjöf­in um það hafi verið byggð á mál­efna­leg­um grunni. Ég er sem fyrr ósam­mála þessu mati Hæsta­rétt­ar og rök­semd­ir sem fyr­ir þessu eru færðar duga ekki til að breyta minni skoðun um það. Vanda­málið er þá það að dóm­ur­inn ræður en ekki ég!“

mbl.is