Helsta ástæðan gengi krónunnar

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Fyr­ir það fyrsta höf­um við ekki tekið þessa ákvörðun. En ástæðan fyr­ir því að við höf­um uppi þessi áform eru fyr­ir­sjá­an­leg­ir rekstr­ar­erfiðleik­ar í land­vinnslu,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son, for­stjóri HB Granda, í sam­tali við mbl.is en fyr­ir­tækið áform­ar að loka botn­fisk­vinnslu sinni á Akra­nesi og sam­eina hana vinnslu þess í Reykja­vík.

„Helsta ástæðan fyr­ir þeim er sterkt gengi krón­unn­ar. Það er fyrst og fremst ástæðan. Kostnaður inn­an­lands hef­ur hækkað en fisk­verð ekki. Þannig að staðan og við eig­um þenn­an mögu­leika að vinna þenn­an bol­fisk sem við erum að veiða í einu húsi. Þannig að það er það sem við erum að skoða,“ seg­ir hann. Þannig sé ein­fald­lega um hagræðingu að ræða.

Frétt mbl.is: Mun hætta bol­fisk­vinnslu á Akra­nesi

Spurður hvenær end­an­leg ákvörðun muni liggja fyr­ir seg­ir Vil­hjálm­ur að liggi vænt­an­lega fyr­ir síðari hluta dags á miðviku­dag­inn eft­ir fund með full­trú­um verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar. Komi til þess að ákvörðunin verði tek­in munu 93 störf verða lögð niður á Akra­nesi. Spurður hvort ein­hver störf flytj­ist til Reykja­vík­ur seg­ir Vil­hjálm­ur að það verði þá skoðað í fram­hald­inu ef af verði.

Þá seg­ir hann ekki liggja fyr­ir hvernig staðið verði að því að loka botn­fisk­vinnsl­unni á Akra­nesi komi til þess. Verði ákvörðunin tek­in verður haft sam­band við Vinnu­mála­stofn­un enda yrði þar með um hópupp­sögn að ræða.

Fyr­ir­tækið hyggst efla aðra starf­semi þess á Akra­nesi að því er sagði í frétta­til­kynn­ingu í dag en auk botn­fisk­vinnsl­unn­ar rek­ur HB Grandi skipa­verk­stæði, fiski­mjöls­verk­smiðju, loðnu­vinnslu og tvö dótt­ur­fyr­ir­tæki, Norðan­fisk og Vigni G. Jóns­son, á Akra­nesi.

Spurður hvort það gæti leitt til fleiri starfa seg­ir Vil­hjálm­ur að ekk­ert liggi fyr­ir í þeim efn­um en hug­ur HB Granda standi til þess. „Það ligg­ur fyr­ir að við vilj­um efla bæði starf­semi Norðan­fisks og Vign­is G. Jóns­son­ar.“

Ein ástæðan fyr­ir áformun­um er að hafn­araðstaðan og önn­ur aðstaða á Akra­nesi ger­ir HB Granda ekki mögu­legt að vinna all­an botn­fiskafla ís­fisk­tog­ara fyr­ir­tæk­is­ins. Vil­hjálm­ur seg­ir viðræður við bæj­ar­yf­ir­völd á Akra­nesi hafa staðið í mörg ár í þeim efn­um.

Spurður hvort eitt­hvað geti komið í veg fyr­ir að ákvörðun um lok­un vinnsl­unn­ar verði end­an­lega tek­in seg­ist Vil­hjálm­ur ekki sjá það í hendi sér. Hins veg­ar hafi bæj­ar­yf­ir­völd og verka­lýðshreyf­ing­in núna tæki­færi til þess að benda á leiðir í þeim efn­um.

mbl.is