„Mönnum ekki til sóma“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ég gef ekki mikið fyr­ir þess­ar skýr­ing­ar. Menn verða bara að virða það við mig. Það er dá­lítið und­ar­legt í raun og veru að á sama tíma og kvartað er yfir af­komu land­vinnsl­unn­ar stend­ur til opna nýja land­vinnslu á veg­um HB Granda á Vopnafirði,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, en eins og mbl.is hef­ur fjallað um hyggst fyr­ir­tækið leggja af botn­fisk­vinnslu sína í bæn­um sem mun kosta 93 störf. 

Frétt mbl.is: Helsta ástæðan gengi krón­unn­ar

„Ég verð bara að segja það. Sér­stak­lega í ljósi þess að sú fjár­fest­ing hef­ur kostað HB Granda hundruð millj­óna ef ekki millj­arð. Þannig að ég verð bara að segja eins og er að ég gef ekki mikið fyr­ir þess­ar yf­ir­lýs­ing­ar. En við ætl­um að reyna að gera það sem við get­um til þess vita hvað það er sem fyr­ir­tækið raun­veru­lega þarf til þess að geta haldið áfram þeirri starf­semi sem hér hef­ur verið,“ seg­ir Vil­hjálm­ur enn frem­ur í sam­tali við mbl.is.

„HB Grandi er eitt glæsi­leg­asta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem starf­rækt er á Íslandi og við höf­um verið stolt af því að vera hluti af því fyr­ir­tæki. Því er þessi ákvörðun okk­ur gríðarlegt áfall. Sér­stak­lega í ljósi þess að þegar fyr­ir­tækið var sam­einað 2004 þá kom­um við með 50% afla þorskí­gildist­onna inn í þá sam­ein­ingu þannig að okk­ur þykir mjög baga­legt að standa nú uppi ber­strípuð á eft­ir,“ seg­ir hann áfram um stöðu mála.

Frétt mbl.is: Mun hætta bol­fisk­vinnslu á Akra­nesi

HB Grandi hyggst funda með full­trú­um verka­lýðsfé­lag­anna á miðviku­dag­inn en eft­ir þann fund verður end­an­leg ákvörðun lík­lega tek­in að sögn fyr­ir­tæk­is­ins. „Við mun­um bara mæta á þenn­an fund með hugs­an­lega ein­hverj­ar hug­mynd­ir um það hvernig megi breyta þess­ari ákvörðun því við vilj­um leggja mikla áherslu á að þetta glæsi­lega fyr­ir­tæki verði áfram í okk­ar sam­fé­lagi.“ Bend­ir hann á að fyr­ir­tækið hafi greitt út veg­leg­an arð til eig­enda sinna.

„Það ger­ist á sama tíma og menn sjá ástæðu til þess að taka lífsviður­værið af fólki sem hef­ur starfað lengi hjá þeim. Í sum­um til­fell­um á fimmta tug ára. Þetta er sam­fé­lags­leg ábyrgð og eins og ég sagði við fólkið hjá HB Granda í dag er þetta mönn­um ekki til sóma.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina