Mun hætta botnfiskvinnslu á Akranesi

Akranes. 93 manns starfa við botnfiskvinnsluna í bæjarfélaginu.
Akranes. 93 manns starfa við botnfiskvinnsluna í bæjarfélaginu. mbl.is/Árni Sæberg

HB Grandi áform­ar að láta af botn­fisk­vinnslu á Akra­nesi og stefn­ir að því að sam­eina botn­fisk­vinnslu fé­lags­ins á Akra­nesi vinnsl­unni í Reykja­vík. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Seg­ir þar að út­gerðin hafi haft sam­ráð við trúnaðar­menn stétt­ar­fé­laga starfs­manna vegna þessa og þess sem það kann að þýða fyr­ir starfs­fólk.

Á Akra­nesi starfa nú um 270 starfs­menn inn­an sam­stæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botn­fisk­vinnsl­una.

HB Grandi rek­ur, auk botn­fisk­vinnsl­unn­ar, skipa­verk­stæði, fiski­mjöls­verk­smiðju, loðnu­vinnslu og tvö dótt­ur­fyr­ir­tæki, Norðan­fisk og Vigni G. Jóns­son, á Akra­nesi.

Seg­ir í til­kynn­ing­unni að stefnt sé að frek­ari upp­bygg­ingu og efl­ingu þess rekstr­ar á Akra­nesi.

Í dag sé hvorki hafn­araðstaða né aðstaða til vinnslu alls botn­fiskafla ís­fisk­tog­ara HB Granda á Akra­nesi en for­svars­menn fé­lags­ins og Akra­nes­bæj­ar eigi í viðræðum um mögu­leg­ar breyt­ing­ar á því.

mbl.is