„Reiðarslag fyrir bæjarfélagið“

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. mbl.is/Golli

„Þetta er bara reiðarslag fyr­ir bæj­ar­fé­lagið og al­var­leg tíðindi fyr­ir okk­ur Skaga­menn, verði af þeim áform­um að hér muni 93 starfs­menn fá upp­sögn,“ seg­ir Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son, bæj­ar­stjóri á Akra­nesi, í sam­tali við mbl.is. HB Grandi til­kynnti í dag að fyr­ir­tækið áformi að loka botn­fisk­vinnslu sinni á Akra­nesi og sam­eina hana vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins í Reykja­vík.

Frétt mbl.is: Mun hætta botn­fisk­vinnslu á Akra­nesi

Sæv­ar seg­ir að í raun sé málið enn verra en virðist í fyrstu, því ekki tap­ist aðeins þessi 93 störf held­ur muni önn­ur fyr­ir­tæki á Akra­nesi og starfs­fólk þeirra, sem starfa í þjón­ustu við HB Granda, verða fyr­ir af­leiðing­um þessa. „Þannig að fyr­ir ekki stærra bæj­ar­fé­lag en okk­ar er ekki hægt að lýsa því öðru­vísi en að þetta sé reiðarslag,“ seg­ir Sæv­ar. Hon­um er mikið niðri fyr­ir vegna máls­ins og ótt­ast hann af­leiðing­arn­ar verði áformin að veru­leika.

„Eins og staðan er akkúrat núna er erfitt að segja til um það hvort við mun­um hafa ein­hverja vissu fyr­ir þetta fólk til framtíðar, en ég ótt­ast það að það gæti orðið erfitt,“ seg­ir Sæv­ar, spurður hvort kost­ur sé á öðrum störf­um á Akra­nesi fyr­ir þá ein­stak­linga sem kunni að missa vinn­una.

Frétt mbl.is: „Mönn­um ekki til sóma“

Spurður hvort for­svars­menn HB Granda hafi gert bæj­ar­yf­ir­völd­um viðvart um áformin áður en til­kynnt var um þau í dag seg­ir Sæv­ar svo ekki vera. „Við höf­um hins veg­ar haft áhyggj­ur af stöðunni og verið að ræða við HB Granda um hvað þarf til þess að tryggja að þessi vinnsla geti verið áfram á Akra­nesi,“ út­skýr­ir Sæv­ar. Staðan sé þannig að um helm­ing­ur kvót­ans komi frá Akra­nesi og til HB granda og því sé sárt að sjá eft­ir vinnsl­unni úr bæn­um.

„Þeir hafa farið yfir hug­mynd­ir um það að þeir vilji sam­eina þetta á einn stað til þess að hagræða í vinnsl­unni,“ bæt­ir hann við. „Þær hug­mynd­ir sem við höf­um kynnt fyr­ir þeim er þá hvernig við get­um mætt öll­um þeirra framtíðar­kröf­um hvað varðar höfn­ina eða land­rýmið til þess að þeir geti haft fisk­vinnslu og út­gerð áfram á Akra­nesi.“

Frétt mbl.is: Helsta ástæðan gengi krón­unn­ar

Sæv­ar seg­ir að á síðustu dög­um hafi Akra­nes­kaupstaður komið hug­mynd­um sín­um um þetta á fram­færi við for­svars­menn HB Granda en sam­kvæmt til­kynn­ingu sem fyr­ir­tækið sendi frá sér í dag hyggst fyr­ir­tækið ræða við bæj­ar­yf­ir­völd á Akra­nesi nú í fram­hald­inu. „Og ég er að vona að byggt á þeim hug­mynd­um get­um við fundið flöt á mál­inu til framtíðar,“ seg­ir Sæv­ar að lok­um.

mbl.is