Sjómenn ósáttir við fá ekki úr vinnudeilusjóði ASÍ

Grindavíkurhöfn. Verkfallsjóðir SVG tæmdust í verkfallinu og er félagið ósátt …
Grindavíkurhöfn. Verkfallsjóðir SVG tæmdust í verkfallinu og er félagið ósátt við að fá ekki styrk úr vinnudeilusjóði ASÍ. Sigurður Bogi Sævarsson

Stjórn Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur (SVG) mót­mæl­ir harðlega af­greiðslu og af­stöðu ASÍ til um­sókn­ar fé­lags­ins um styrk úr Vinnu­deilu­sjóði ASÍ. Fé­lagið sótti um greiðslu úr vinnu­deilu­sjóði ASÍ eft­ir að verk­falls­sjóðir SVG tæmd­ust í ný­af­stöðnu sjó­manna­verk­falli og synjaði ASÍ þeirri um­sókn. Skoðar fé­lagið nú að leita rétt­ar síns.

Í frétta­til­kynn­ingu frá SVG seg­ir að komið hafi í ljós þegar um­sókn þess var lögð fram að „ekki giltu nein­ar form­leg­ar regl­ur um starf­semi og skyld­ur Vinnu­deilu­sjóðs ASÍ“.  Skrif­stofa ASÍ hafi því í kjöl­farið farið í að móta til­lög­ur að regl­um fyr­ir sjóðinn og síðan til­kynnt 16. mars sl. að kröfu fé­lags­ins væri synjað.

Sú synj­un feli í sér að enn frek­ari drátt­ur verði á loka­greiðslum til fé­lags­manna vegna sjó­manna­verk­falls­ins.

Regl­urn­ar mótaðar til að hafna kröfu SVG

„Í af­stöðu ASÍ kem­ur fram að sam­bandið sé hvorki til­búið að af­greiða úr sjóðnum þá fjár­hæð sem SVG óskaði eft­ir né að veita minni styrk úr sjóðnum,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni og er afstaða ASÍ sögð byggj­ast al­farið á regl­um sem sett­ar hafi verið eft­ir að um­sókn SVG var lögð fram.

„Stjórn SVG mót­mæl­ir harðlega af­greiðslu og af­stöðu ASÍ til um­sókn­ar fé­lags­ins um styrk úr Vinnu­deilu­sjóði ASÍ. Í fyrsta lagi bend­ir stjórn SVG á að fé­lagið hafi í hví­vetna full­nægt öll­um skyld­um sam­kvæmt lög­um og regl­um ASÍ, þ.m.t. með greiðslu skatta skv. lög­um ASÍ. Rétt­ur fé­lags­ins til styrks úr Vinnu­deilu­sjóði ASÍ í alls­herj­ar­verk­falli sjó­manna ætti því að vera nokkuð af­drátt­ar­laus.“

Stjórn SVG tel­ur einnig að regl­ur sem sett­ar voru eft­ir að sótt var um greiðslu úr sjóðnum hafi enga þýðingu, enda sé ótækt að beita slík­um regl­um og skil­yrðum aft­ur­virkt.

„Þá verður ekki bet­ur séð en að ASÍ hafi mótað regl­urn­ar al­farið út frá um­sókn SVG með það í huga að hafna um­sókn­inni.“

Seg­ir í til­kynn­ing­unni að stjórn SVG skoði nú að leita rétt­ar síns vegna máls­ins og þá sé sömu­leiðis áfram­hald­andi vera SVG í ASÍ og Sjó­manna­sam­bandi Íslands einnig til end­ur­skoðunar.

mbl.is