Tjúasveitin leitar stuðnings

Tjúasveitin (f.v.): Ísól, Heba, Mikki og Max. Alla vantar ný …
Tjúasveitin (f.v.): Ísól, Heba, Mikki og Max. Alla vantar ný heimili en Mikki hefur fengið yfir þrjátíu umsóknir.

Dýra­hjálp Íslands hóf ný­verið söfn­un fyr­ir dýra­lækna­kostnaði vegna fimm Chi­hua­hua-hunda sem eru í leit að nýj­um eig­end­um. Tvær syst­ur áttu hund­ana en gátu ekki séð fyr­ir þeim leng­ur vegna erfiðra veik­inda.

„Við erum núna á fullu að reyna að finna ný heim­ili fyr­ir þá. Það eru komn­ar upp aug­lýs­ing­ar fyr­ir alla hund­ana,“ seg­ir Sonja Stef­áns­dótt­ir, sjálf­boðaliði hjá Dýra­hjálp og um­sjón­ar­maður hund­anna. Dýra­hjálp hef­ur gefið hund­un­um nafnið Tjúa­sveit­in, sem er til­vís­un í teg­und hund­anna og Hvolpa­sveit­ina. Sonja seg­ir að ein­hverj­ar um­sókn­ir hafi nú þegar borist og þá sér­stak­lega í Mikka, sem er yngst­ur.

Þurftu á mik­illi umönn­un að halda

„Þegar við feng­um þá voru þeir með allt of lang­ar klær, þeir voru með flækj­ur og skít­ug­ir og þurftu að fara í snyrt­ingu. Í heilsu­fars­skoðun kom síðan í ljós að tenn­urn­ar voru mjög slæm­ar í þeim öll­um, nema þeim yngsta, Mikka,“ seg­ir Sonja. „Fjór­ir af fimm þurftu að fara í tann­hreins­un og tann­tök­ur. Það þurfti rönt­gen­mynd­ir af þeim og svo voru sum­ir það gaml­ir að þeir þurftu að fara í blóðpruf­ur áður en þeir voru svæfðir þannig að kostnaður­inn safnaðist hratt sam­an.“ Dýra­hjálp stend­ur því fyr­ir söfn­un til að borga fyr­ir dýra­lækna­kostnaðinn, sem er yfir hálfri millj­ón. Tík­urn­ar tvær Heba og Hera þurfa að fara í mikl­ar tann­tök­ur vegna skemmda. „Þær verða hálftann­laus­ar grey­in, tenn­urn­ar eru svo skemmd­ar. Það er mun betra að taka tenn­urn­ar en að láta þær bíta í skemmd­ar tenn­ur, þótt það hljómi illa.“

Spurð um skap­gerð hund­anna seg­ir Sonja þá ein­stak­lega geðgóða. „Þeir eru all­ir al­veg ótrú­lega blíðir og góðir. Ísól er sú eina sem sker sig úr, hún er mjög sjálf­stæð. Ann­ars eru þeir all­ir al­gjör­ar kless­ur og vilja helst vera í fang­inu á manni. Þeir bera al­veg nafn með rentu sem kjölturakk­ar. Rosa­lega geðgóðir þótt þetta séu eldri hund­ar, þannig að ég trúi að þeir muni ekki eiga erfitt með að finna sér ný heim­ili.“ Sonja hvet­ur alla þá sem telja sig hafa burði til að taka við ein­hverj­um hund­anna til að skrá sig á dyra­hjalp.is. Hund­arn­ir eru nú hjá fóst­ur­fjöl­skyld­um og hvet­ur Sonja einnig þá sem hafa áhuga á að ger­ast fóst­ur­fjöl­skylda hjá Dýra­hjálp að skrá sig.

Söfn­un í gangi

Dýra­hjálp Íslands áætl­ar að dýra­lækna­kostnaður fyr­ir hund­ana sé um 500.000 kr. Átakið hef­ur farið vel af stað og safn­ast hafa 195.000 kr. Hægt er að leggja inn á reikn­ing Dýra­hjálp­ar 0513-26-4311, kt. 620508-1010 og skrifa „Tjúa­sveit­in“ í at­huga­semd.

Leitað er að nýjum eigendum að tíkinni Heru.
Leitað er að nýj­um eig­end­um að tík­inni Heru.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: