Afkoman í frjálsu falli

Guðmundur Smári Guðmundsson spáir í stöðu mála.
Guðmundur Smári Guðmundsson spáir í stöðu mála. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sterkt gengi krón­unn­ar hef­ur veru­leg áhrif á rekst­ur þeirra fyr­ir­tækja sem fara með vinnslu botn­fisks hér á landi. Ferðaþjón­ust­an ryður öðrum grein­um frá sér og kjör sjó­manna eru í frjálsu falli. Þetta seg­ir Guðmund­ur Smári Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins G.Run í Grund­arf­irði.

Fyr­ir­tækið á og ger­ir út tvö skip, með um tíu manna áhöfn hvort, auk þess sem það starf­ræk­ir land­vinnslu í firðinum þar sem að jafnaði starfa um 50 manns.

„Er­lend­is hef­ur verðið verið að lækka eða staðið í stað, þannig að við finn­um fyr­ir veru­leg­um tekju­sam­drætti á sama tíma og mest­all­ur inn­lend­ur kostnaður hef­ur hækkað,“ seg­ir Guðmund­ur.

Fyr­ir­tæki hætt eða dregið sam­an segl­in

„Það eru að verða gíf­ur­leg ruðnings­áhrif af þess­um æv­in­týra­lega vexti ferðaþjón­ust­unn­ar og geng­is­styrk­ingu krón­unn­ar sam­hliða hon­um, og loks þess­um rugl­vöxt­um Seðlabank­ans sem eng­inn ein­asti landsmaður skil­ur sem ekki býr inn­an veggja bank­ans.“

Guðmund­ur seg­ist hafa orðið vitni að dap­ur­legri þróun eft­ir að verk­falli sjó­manna lauk í fe­brú­ar. Mörg smærri fyr­ir­tæki á Reykja­nesi og á höfuðborg­ar­svæðinu hafi ým­ist ekki farið af stað aft­ur eft­ir verk­fallið eða dregið segl sín veru­lega sam­an.

„Eini ljósi punkt­ur­inn er að þetta hef­ur gerst í kring­um höfuðborg­ar­svæðið, þar sem hef­ur verið mik­ill upp­gang­ur og at­vinna næg. En þegar af­leiðing­arn­ar fara að dreifast víðar um lands­byggðina, eins og við sjá­um núna, þá gæti þetta orðið erfitt í mörg­um sam­fé­lög­um. Af­koma sjó­manna og út­gerða er í frjálsu falli.“

Fyrirtækið á og gerir út tvö skip frá Grundarfirði.
Fyr­ir­tækið á og ger­ir út tvö skip frá Grund­arf­irði. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina