Er ekki um að gera að sjá veisluna?

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þingmaður VG, spurði fjár­málaráðherra um geng­isþróun og af­komu út­flutn­ings­greina á Alþingi í dag. Eins og kom fram í gær hef­ur HB Grandi boðað enda­lok botn­fisk­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á Akra­nesi og 93 starfs­mönn­um verður sagt upp.

„Þró­un­in hef­ur verið okk­ur Íslend­ing­um hag­felld um flest und­an­far­in ár. Við erum á sjö­unda ári hag­vaxt­ar í röð og tvö und­an­geng­in ár hafa farið sam­an mik­ill bati á viðskipta­kjör­um og æv­in­týra­leg­ur vöxt­ur ferðaþjón­ust­unn­ar,“ sagði Stein­grím­ur og bætti við að þá kynnu ein­hverj­ir að spyrja hvort allt væri ekki í himna­lagi.

Eig­um að læra af sög­unni

„Er nokk­ur ástæða til að hafa áhyggj­ur af nokkr­um sköpuðum hlut? Er ekki bara um að gera að sjá veisl­una eins og einu sinni var sagt hér í þess­um söl­um?“ spurði Stein­grím­ur og sagði enn­frem­ur að ef sag­an hefði kennt okk­ur eitt­hvað þá væri það að sjá fyr­ir tím­an­lega ef ójafn­vægi væri að hlaðast upp í hag­kerf­inu.

Hann benti á að rekstr­ar­um­hverfi út­flutn­ings­greina væri gjör­breytt og með sama áfram­haldi muni það hafa mik­il ruðnings­áhrif. „Al­var­leg­ast er þó auðvitað ef ójafn­vægi hleðst upp í hag­kerf­inu sem á end­an­um leiðrétt­ist harka­lega á kostnað al­menn­ings og al­mennra lífs­kjara í land­inu. Þar liggja skyld­ur okk­ar fyrst og fremst, að fljóta ekki sof­andi eins og svo oft áður við að ein­hverju leyti sam­bæri­leg­ar aðstæður þar til al­menn­ing­ur fær að lok­um harka­leg­an skell,“ sagði Stein­grím­ur og spurði fjár­málaráðherra nokk­urra spurn­inga:

„Hvernig met­ur ráðherra stöðuna hvað varðar af­komu út­flutn­ings­greina í ljósi mik­ill­ar styrk­ing­ar krón­unn­ar á und­an­förn­um miss­er­um? Hafa stjórn­völd lagt mat á hvert sé æski­legt raun­gengi krón­unn­ar með til­liti til sam­keppn­is­stöðu út­flutn­ings­greina og jafn­væg­is í hag­kerf­inu? Ef svo er, hvar ligg­ur það jafn­væg­is­gengi miðað við nú­ver­andi gengi krón­unn­ar? Hafa stjórn­völd greint vægi ein­stakra þátta sem liggja til grund­vall­ar styrk­ing­ar krón­unn­ar að und­an­förnu, svo sem inn­streym­is vegna auk­inna fjár­fest­inga er­lendra aðila í hag­kerf­inu, hreyf­ing­ar sem tengj­ast af­námi hafta, vaxt­ar ferðaþjón­ustu o.s.frv? Hafa stjórn­völd lagt mat á lík­leg ruðnings­áhrif af nú­ver­andi sterku gengi krón­unn­ar, ég tala nú ekki um ef það styrk­ist enn, á lít­il og meðal­stór sjáv­ar­út­vegs- og ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki, tækni- og þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki, sprota­fyr­ir­tæki og ný­sköp­un?“

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fljót­andi króna tví­eggjað sverð

Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­málaráðherra sagði þetta lík­lega erfiðasta viðfangs­efni í efna­hags­mál­um sem þjóðin fæst við þessi miss­er­in og sagði fljót­andi krónu tví­eggjað sverð. „Sterk króna eyk­ur kaup­mátt al­menn­ings en veik­ir sam­keppn­is­stöðu fyr­ir­tækja sem keppa á alþjóðamarkaði. Með sama hætti hjálp­ar veik króna út­flutn­ings­at­vinnu­grein­um en þreng­ir að kjör­um þeirra sem fá laun sín greidd í krón­um,“ sagði Bene­dikt.

Bene­dikt sagði ljóst að raun­gengi krón­unn­ar væri mörg­um út­flutn­ingsaðilum afar erfitt og Áhrifa­mesta aðgerðin til þess að lækka gengi krón­unn­ar væri án efa lækk­un vaxta Seðlabank­ans. „Með lægri vöxt­um inn­an lands væri hvati fjár­festa, einkum líf­eyr­is­sjóða, til að leita út fyr­ir land­stein­ana meiri en áður, auk þess sem slík­ar fjár­fest­ing­ar myndu dreifa áhættu af rekstri sjóðanna.“

„Þetta er nú ekki gam­an­mál“

Bene­dikt full­yrti að Viðreisn hefði einn flokka talað um pen­inga­mál fyr­ir kosn­ing­ar síðasta haust. Upp­skar hann hlát­ur úr þingsal. „Þetta er nú ekki gam­an­mál. Mark­miðið er skýrt, mikl­ar sveifl­ur á gengi og hátt vaxta­stig eru skaðleg sam­fé­lag­inu. Því miður eru eng­ar skyndi­lausn­ir til í þessu máli. Pen­inga­stefnu þarf að fylgja eft­ir með aga í rík­is­fjár­mál­um. Aðgerðir þurfa að vera ígrundaðar, al­menn­ar og til langs tíma. Rík­is­stjórn­in hef­ur á sín­um tveim­ur og hálf­um mánuði hafið aðgerðir til að styrkja sam­keppn­is­stöðu ís­lenskra at­vinnu­greina og mun halda því áfram.

mbl.is