Fáir valkostir eftir áratugastörf

00:00
00:00

„Kannski að maður setj­ist á skóla­bekk eða kannski ég verði heima­vinn­andi amma,“ seg­ir Skúlína Hlíf Guðmunds­dótt­ir, starfsmaður HB Granda á Akra­nesi, vegna stöðunn­ar sem kom­in er upp þar. „Von­andi get ég fengið ein­hverja vinnu,“ seg­ir Jó­hann Þór Sig­urðsson en þau hafa unnið í 22 og 39 ár í fisk­vinnsl­unni.

Þau Skúlína og Jó­hann eru trúnaðar­menn starfs­manna hjá fyr­ir­tæk­inu og voru ný­kom­in af fundi með Sæv­ari Frey Þrá­ins­syni bæj­ar­stjóra og Ólafi Ad­olfs­syni for­manni bæj­ar­stjórn­ar þegar blaðamaður ræddi við þau í dag. Á fund­in­um kom fram að bæj­ar­yf­ir­völd myndu reyna sitt ýtr­asta til að halda starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í bæj­ar­fé­lag­inu.

HB Grandi til­kynnti í gær að fyr­ir­tækið hygg­ist loka botn­fisk­vinnslu sinni á Akra­nesi en þau segja að ákvörðunin hafi komið þeim al­ger­lega í opna skjöldu og hafi verið þvert á það sem gefið hafi verið upp í kjöl­far þess að verk­falli sjó­manna lauk fyrr á ár­inu.

mbl.is