Reiðarslag og „kerfismartröð“

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

Þróun mála á Akra­nesi, þar sem HB Grandi hef­ur boðað enda­lok bol­fisk­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins og upp­sögn 93 starfs­manna, var meðal þess sem bar á góma á Alþingi í dag. Þing­mönn­um þóttu tíðind­in aug­ljós­lega al­var­leg en skipt­ar skoðanir voru á því hvert rekja mætti vand­ann.

Teit­ur Björn Ein­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, var fyrst­ur til að vekja máls á fregn­un­um og sagði ekki of­sög­um sagt að um reiðarslag væri að ræða. Sagði hann þó að á fundi þing­manna norðvest­ur­kjör­dæm­is með bæj­ar­full­trú­um og full­trú­um launþega hefði verið ein­hug­ur um að halda viðræðum við HB Granda áfram, sem væru hald­bær rök fyr­ir fyr­ir­tækið til að hinkra með ákvörðun sína um sinn.

Þingmaður­inn sagði að í stærra sam­hengi væri þetta ekki ein­angrað til­vik en mik­il hækk­un launa, styrk­ing krón­unn­ar og háir vext­ir settu fisk­vinnsl­ur um allt land í vanda. Þá væru gjöld á grein­ina, sem væru meiri en á aðrar út­flutn­ings­grein­ar, veru­lega íþyngj­andi. Ef raun­veru­leg­ur vilji væri fyr­ir hendi til að treysta at­vinnu­skil­yrði ætti lækk­un viðkom­andi gjalda að vera einn val­kosta í stöðunni.

Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðjón S. Brjáns­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Eggert

Guðjón S. Brjáns­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, var á allt öðru máli. „Þetta er göm­ul saga og ný“ sagði hann um áhrif þess á byggðarlög þegar at­vinnu­skap­andi fyr­ir­tæki hyrfu á braut. Þannig op­in­beraðist sú „kerf­is­mar­tröð“ sem menn vildu breyta en íhaldsöfl­in reyndu að verja með kjafti og klóm.

Talaði þing­mann­inn um nöt­ur­leg­ar kveðjur HB Granda til starfs­manna sem hefðu komið að upp­bygg­ingu starf­sem­inn­ar um ára­bil og sagði ákvörðun fyr­ir­tæks­ins vott um sam­fé­lags­legt ábyrgðarleysi. Sagði hann að málið ætti að ýta við lands­mönn­um, þar sem verið væri að véla með sam­eig­in­lega auðlind. Þeir vilja meira og skeyta hvorki um skömm né heiður, sagði Guðjón og hvatti rík­is­stjórn­ina til að ráðast í end­ur­skoðun kvóta­kerf­is­ins.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna. mbl.is/​Eggert

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, og Eygló Harðardótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, tjáðu sig einnig um málið í pontu.

Lilja sagði ákvörðun HB Granda óboðleg gagn­vart því fólki sem hefði skapað þann arð sem fyr­ir­tæki á borð við það hefðu rakað inn. Sagði hún ótækt að halda því fram að kvóta­kerfið væri ekki vand­inn. Líkti hún þró­un­inni við blóðtappa sem hefði greinst víðar og sagði brand­ara að tala um það að lækka veiðigjöld á fyr­ir­tæki sem greiddu millj­arða í arð. Sagði hún kvóta­kerfið hafa skapað at­vinnuóör­yggi meðal þeirra sem ynnu við sjáv­ar­út­veg.

Eygló óskaði eft­ir því að fundað yrði um málið inn­an þings­ins og beinti orðum sín­um til Páls Magnús­son­ar, for­manns at­vinnu­vega­nefnd­ar. Sagði hún brýnt að fjalla um það þegar kallað væri eft­ir því að lækka veiðigjöld og sagði mik­il­vægt að ræða það ef menn teldu að vand­ann mætti fyrst og fremst rekja til kvóta­kerf­is­ins.

Þingmaður­inn sagði málið hins veg­ar enn meira aðkallandi ef vand­inn væri stærri; þ.e. ef hann mætti rekja til þró­un­ar geng­is­ins og erfiðari stöðu út­flutn­ings­grein­anna.

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Eygló Harðardótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/​Eggert
mbl.is