Snjöll tík leikur á alla

Sue er mjög klár. Hún elskar að leika sér með …
Sue er mjög klár. Hún elskar að leika sér með bolta. Skjáskot/YouTube

Bor­der Collie-hund­ar eru sagðir með greind­ari hund­um og ekki er hægt að neita því að tík­in Sue sem býr í Hollandi hef­ur fundið leið til að fá alla til að leika við sig.

Sue er gjarn­an úti í garði sem er við göngu­stíg. Þegar ein­hver fer hjá, hjólandi eða gang­andi, sæk­ir hún bolt­ann sinn og kast­ar hon­um yfir grind­verkið í þeirri von að veg­far­end­urn­ir sæki hann og kasti til baka.

Marg­ir halda að hún hafi ein­fald­lega týnt bolt­an­um, gert þetta óvart. En svo er ekki. Hún er ein­fald­lega að fá fólk til að leika við sig.

Sjón er sögu rík­ari.

mbl.is