SVG íhugar úrsögn úr ASÍ

Haldið til veiða strax eftir að verkfalli lauk með samningum.
Haldið til veiða strax eftir að verkfalli lauk með samningum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það kem­ur til greina að fé­lagið segi sig úr ASÍ í kjöl­far þessa máls. Við úti­lok­um ekk­ert að svo stöddu,“ seg­ir Ein­ar Hann­es Harðar­son, formaður Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur (SVG), en á miðstjórn­ar­fundi ASÍ þann 15. mars sl. hafnaði miðstjórn því ein­róma að veita SVG styrk upp á ríf­lega 62,1 millj­ón úr Vinnu­deilu­sjóði ASÍ.

„Eins og gef­ur að skilja gekk hratt á fjár­muni verk­falls­sjóðs SVG í þessu lengsta sjó­manna­verk­falli Íslands­sög­unn­ar sem lauk þann 19. fe­brú­ar. Þar sem verk­fallið dróst á lang­inn varð verk­falls­sjóður okk­ur á end­an­um upp­ur­inn og við þurft­um að leita á náðir ASÍ með form­legri um­sókn um greiðslu úr Vinnu­deilu­sjóði ASÍ,“ seg­ir Ein­ar í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag, og bend­ir á að ASÍ hafi hvorki verið til­búið að greiða úr sjóðnum þá fjár­hæð sem SVG óskaði eft­ir né veita sjó­mönn­um minni styrk úr sjóðnum.

„Afstaða ASÍ bygg­ist al­farið á regl­um um sjóðinn sem sett­ar voru eft­ir að um­sókn SVG var lögð fram. Það er ótækt að beita slík­um regl­um aft­ur­virkt.“ Upp­hæðin er held­ur ekki slík að sjóður ASÍ ráði ekki við hana en að sögn Ein­ars eru um 360 millj­ón­ir í Vinnu­deilu­sjóði ASÍ.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: