Þingmenn skora á HB Granda

Þing­menn Norðvest­ur­kjör­dæm­is hafa sent frá sér áskor­un til stjórn­ar HB Granda um að fresta fyr­ir­huguðum áform­um sín­um um að loka botn­fisk­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á Akra­nesi og taka þess í stað upp viðræður við bæj­ar­yf­ir­völd á staðnum um áform sem verið hafi í und­ir­bún­ingi um framtíðar­upp­bygg­ingu fyr­ir­tæk­is­ins þar.

Áskor­un­in er svohljóðandi:

„Þing­menn NV kjör­dæm­is hafa á und­an­förn­um árum fylgst með áform­um um upp­bygg­ingu fyr­ir­tæk­is­ins á Akra­nesi, til framtíðar. Bæj­ar­stjórn Akra­nes hef­ur á fund­um kynnt þing­mönn­um þau áform og þann und­ir­bún­ing sem unn­inn hef­ur verið af þeirra hendi. 

Það kom því á óvart að fyr­ir­tækið kynnti í gær áform um að draga veru­lega úr starf­semi sinni á Akra­nesi. Ljóst er að það hef­ur i för með sér mjög al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir sam­fé­lagið á Akra­nesi.

Þing­menn kjör­dæm­is­ins skora á stjórn HB Granda að fresta aðgerðum um skerðingu á starf­semi og taka upp viðræður við bæj­ar­yf­ir­völd á Akra­nesi um áform þau sem hafa verið í und­ir­bún­ingi um framtíðar­upp­bygg­inu fyr­ir­tæk­is­ins á Akra­nesi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina