Uppsagnir ekki í farvatninu í Eyjum

Sterkt gengi krónu er sagt koma illa við reksturinn.
Sterkt gengi krónu er sagt koma illa við reksturinn. mbl.is/Árni Sæberg

Eng­ar hópupp­sagn­ir eru í far­vatn­inu hjá Vinnslu­stöðinni í Vest­manna­eyj­um. Þetta seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is í kjöl­far frétta af mögu­legri lok­un botn­fisk­vinnslu HB Granda á Akra­nesi.

„Fyr­ir það fyrsta höf­um við ekki tekið þessa ákvörðun. En ástæðan fyr­ir því að við höf­um uppi þessi áform eru fyr­ir­sjá­an­leg­ir rekstr­ar­erfiðleik­ar í land­vinnslu,“ sagði Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son, for­stjóri HB Granda, í sam­tali við mbl.is í gær. Helstu ástæðu erfiðleik­anna sagði hann fel­ast í gengi krón­unn­ar.

Sig­ur­geir Brynj­ar tek­ur und­ir það að sterkt gengi krónu komi illa við rekst­ur­inn.

„En við erum bara að vinna úr því. Auðvitað erum við sí­fellt að skoða hvar er hægt að gera bet­ur, en það eru eng­ar stór­ar upp­sagn­ir eða stór­kost­leg­ar breyt­ing­ar í far­vatn­inu.“

Misstu hillupláss og verðið féll

Spurður að hvaða leyti rekstr­ar­um­hverfið hafi breyst seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar:

„Verðið hef­ur lækkað mjög mikið, sér­stak­lega á fersk­um afurðum, meira held­ur en gert hef­ur. Það er ein­fald­lega vegna þess að við svelt­um markaðina í tvo og hálf­an mánuð, misst­um hillupláss og verðið féll um leið.“

Mat hans er því að gengi krón­unn­ar og langt verk­fall sjó­manna eigi hvort tveggja sök að máli.

„Þetta kem­ur tvennt sam­an. Ef veit­ingastaður var með ís­lensk­an þorsk á mat­seðlin­um og fær hann svo ekki í tvo og hálf­an mánuð, þá fer hann ekki um­hugs­un­ar­laust strax aft­ur á seðil­inn.“

mbl.is