Vill bæta aðstöðu fyrirtækisins

Frá fundi bæjarstjórnar Akraness í dag.
Frá fundi bæjarstjórnar Akraness í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Bæj­ar­stjórn Akra­ness lýs­ir yfir ein­dregn­um vilja til að ganga frá sam­komu­lagi við HB Granda og Faxa­flóa­hafn­ir um gerð land­fyll­ing­ar og nauðsyn­leg­ar end­ur­bæt­ur á hafn­araðstöðu við Akra­nes­höfn til að unnt sé að koma til fram­kvæmda áform­um fyr­ir­tæk­is­ins frá 2007 og 2014 um upp­bygg­ingu á Akra­nesi,“ seg­ir í vilja­yf­ir­lýs­ingu sem samþykkt var á fundi bæj­ar­stjórn­ar Akra­ness sem fram fór í dag en hún var samþykkt ein­róma.

Fram kem­ur að bæj­ar­stjórn Akra­ness sé reiðubú­in að ná sam­komu­lagi við HB Granda og Faxa­flóa­hafn­ir um eft­ir­tal­in atriði:

• Land­fyll­ingu sem verði u.þ.b. 40.000 m2 ásamt til­heyr­andi sjóvörn.
• Á land­fyll­ing­unni verða skipu­lagðar lóðir fyr­ir starf­semi HB Granda m.a. fyr­ir fisk­vinnslu­hús, frystigeymslu og upp­sjáv­ar­vinnslu­hús.
• Akra­nes­kaupstaður ann­ast nauðsyn­legt skipu­lag svæðis­ins, aðal­skipu­lag og deili­skipu­lag. Um­hverf­is­fyr­ir­spurn, og ef nauðsyn kref­ur um­hverf­is­mati, verði lokið og unnið verði eft­ir mark­miðum HB Granda um sam­fé­lags­lega ábyrgð.
• HB Grandi reisi fiski­vinnslu­hús, frystigeymslu og upp­sjáv­ar­vinnslu­hús.
• Orku­veita Reykja­vík­ur ljúki við teng­ing­ar og lagn­ingu veitu­kerfa vatns, hita­veitu, raf­magns og frá­veitu.

Bæj­ar­stjórn Akra­ness hef­ur lagt fram fjór­ar til­lög­ur um út­færsl­ur í þess­um efn­um. Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ing­unni að sveit­ar­fé­lagið sé nú sem fyrr reiðubúið „að vinna öt­ul­lega að lausn­um sem tryggja munu starf­semi þessa öfl­uga fyr­ir­tæk­is á Akra­nesi og nauðsyn­lega framþróun þess hvort sem litið er til land­rým­is vegna land­vinnslu eða hafn­araðstöðu.“

Farið er þess á leit við HB Granda að fyr­ir­tækið fresti um mánuð áform­um um lok­un botn­fisk­vinnslu á Akra­nesi og end­ur­skoði áform sín í ljósi þessa. „Með þessu gefst bæj­ar­stjóra og for­stjóra HB Granda svig­rúm til að skoða til hlít­ar aðra þá kosti sem eru í stöðunni, bæj­ar­fé­lag­inu og fyr­ir­tæk­inu til heilla. Samof­in saga HB Granda og Akra­nes­kaupstaðar er of mik­il­væg og verðmæt til að henni verði koll­varpað í einu vet­fangi. Því ber aðilum skylda til að leita allra leiða til far­sæll­ar lausn­ar.“

mbl.is