Allir að leita leiða til að hagræða

Fiskvinnsla hjá HB Grand á Akranesi.
Fiskvinnsla hjá HB Grand á Akranesi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef verið að heyra í mönn­um víðsveg­ar um land og það er erfitt ástand í grein­inni núna, sér­stak­lega í bol­fisk­in­um,“ seg­ir Jens Garðar Helga­son, formaður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Hátt gengi krón­unn­ar er orðið þungt farg á út­flutn­ings­grein­um og kostnaður hækk­ar enn frek­ar á ár­inu vegna 4,5% al­mennr­ar launa­hækk­un­ar 1. maí og 1,5% hækk­un­ar fram­lags launa­greiðenda í líf­eyr­is­sjóði 1. júlí næst­kom­andi.

Jens Garðar seg­ir að kostnaðar­hækk­an­ir á út­flutn­ings­grein­arn­ar að und­an­förnu séu mjög íþyngj­andi, sér­stak­lega vegna hins háa geng­is krón­unn­ar og ekk­ert lát virðist vera á styrk­ingu henn­ar.

,,Nú eru, held ég, all­ir í grein­inni að leita leiða til að reyna að hagræða og vinna upp á móti þessu ástandi sem er núna í okk­ar ytra um­hverfi, ekki síst í land­vinnsl­unni,“ seg­ir Jens Garðar í um­fjöll­un um aðbúnað fisk­vinnsl­unn­ar í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: