Ekkert annað en að vona það besta

Vilhjálmur Birgisson í húsakynnum HB Granda í dag.
Vilhjálmur Birgisson í húsakynnum HB Granda í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er viss varn­ar­sig­ur sem hér er unn­inn. Nú er ekk­ert annað en að vona það besta, að hægt sé að upp­fylla ósk­ir og þarf­ir HB Granda til þess að geta verið hér áfram, og helst ná að efla þá starf­semi sem er fyr­ir hendi.“

Þetta seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, um þá ákvörðun HB Granda að ganga til viðræðna við Akra­nes­bæ um mögu­lega upp­bygg­ingu á hafn­ar­svæði bæj­ar­ins.

Spurður hvort hann sé sátt­ur við niður­stöðuna seg­ir hann:

„Miðað við þá stöðu sem maður stóð frammi fyr­ir, að um næstu mánaðamót blöstu við okk­ur upp­sagn­ar­bréf til tæp­lega hundrað starfs­manna, er ég alla vega glaður að þetta er komið í þenn­an far­veg.

Og ég veit að bæj­ar­yf­ir­völd hér á Akra­nesi og sam­fé­lagið í heild sinni munu leggja sig í líma við það að reyna að upp­fylla hér þarf­ir fyr­ir­tæk­is­ins.“

Lok­ar að óbreyttu 1. sept­em­ber

Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son, for­stjóri HB Granda, fundaði fyrr í dag ásamt fyrr­greind­um nafna sín­um og trúnaðarmönn­um starfs­manna við HB Granda. 

Þar var komið á fram­færi ósk við for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins um að það myndi fresta áform­um um að hætta botn­fisk­vinnslu á Akra­nesi, á grund­velli þeirr­ar vilja­yf­ir­lýs­ing­ar sem bæj­ar­yf­ir­völd Akra­ness gáfu út í gær­kvöldi.

„Það er skemmst frá því að segja að for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins tóku já­kvætt í það. Niðurstaða fund­ar­ins varð sú að viðræður við þá aðila sem heyra und­ir þar, svo sem Akra­nes­kaupstað og Faxa­flóa­hafn­ir, myndu hefjast fljótt og vel,“ seg­ir formaður verka­lýðsfé­lags­ins.

„Ef þær leiða hins veg­ar ekki til þeirr­ar niður­stöðu sem fyr­ir­tækið tel­ur ásætt­an­legt, þá mun koma til lok­un­ar 1. sept­em­ber.“

mbl.is