Funda með fulltrúum starfsmanna

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, fyrir miðju.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, fyrir miðju. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fulltrúar starfsmanna í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi funda nú með forstjóra fyrirtækisins, Vilhjálmi Vilhjálmssyni, og formanni Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmi Birgissyni.

Þar verða rædd möguleg endalok botnfiskvinnslu í bæjarfélaginu, en fyrirtækið hefur sagst hafa í hyggju að flytja hana alfarið til Reykjavíkur. Forstjórinn sagði í samtali við mbl.is fyrir fundinn að ákveðin niðurstaða hefði náðst á fundi stjórnar fyrirtækisins fyrr í dag. Hún yrði kynnt á þessum fundi.

Fundurinn hófst klukkan 14 og fer fram í húsakynnum HB Granda á Akranesi.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is