Funda með fulltrúum starfsmanna

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, fyrir miðju.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, fyrir miðju. mbl.is/Kristinn Magnússon

Full­trú­ar starfs­manna í botn­fisk­vinnslu HB Granda á Akra­nesi funda nú með for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, Vil­hjálmi Vil­hjálms­syni, og for­manni Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, Vil­hjálmi Birg­is­syni.

Þar verða rædd mögu­leg enda­lok botn­fisk­vinnslu í bæj­ar­fé­lag­inu, en fyr­ir­tækið hef­ur sagst hafa í hyggju að flytja hana al­farið til Reykja­vík­ur. For­stjór­inn sagði í sam­tali við mbl.is fyr­ir fund­inn að ákveðin niðurstaða hefði náðst á fundi stjórn­ar fyr­ir­tæk­is­ins fyrr í dag. Hún yrði kynnt á þess­um fundi.

Fund­ur­inn hófst klukk­an 14 og fer fram í húsa­kynn­um HB Granda á Akra­nesi.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is