HB Grandi mun ræða við bæjarstjórnina

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, ásamt Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags …
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, ásamt Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness. mbl.is/Golli

HB Grandi hefur ákveðið að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness, í samræmi við þá viljayfirlýsingu sem bæjarfélagið gaf út í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.

Þar segir að á fundi trúnaðarmanna starfsmanna og forsvarsmanna fyrirtækisins í dag, um þau áform félagsins að loka botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi, hafi komið fram fullur vilji hjá forsvarsmönnum HB Granda um að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness.

Reynt verði að ljúka þessum viðræðum sem fyrst. Náist ekki jákvæð niðurstaða þá verður að óbreyttu botnfiskvinnslu HB Granda hætt þann 1. september 2017.

mbl.is