HB Grandi taki áfram þátt í samfélaginu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Eggert

Eðli­legt er að tala um sam­fé­lags­lega ábyrgð fyr­ir­tækja þegar við blasa mögu­leg­ar hópupp­sagn­ir HB Granda á Akra­nesi. Þetta seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, í sam­tali við mbl.is. Ekki kem­ur til greina að lækka veiðigjöld að henn­ar mati, jafn­vel frek­ar að hækka þau.

Þor­gerður er spurð út í um­mæli Heiðrún­ar Lind­ar Marteins­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, þar sem hún sagði fyr­ir­tæki hefðu fengið boð um að flytja afurðavinnslu sína til út­landa.

„Heiðrún Lind er ör­ugg­lega að reyna að draga fram þá mynd sem blas­ir við mörg­um vinnsl­um, að það er ef­laust þung­ur rekst­ur. En ég held það hins veg­ar að þetta sé ekki heppi­legt inn­legg í þessa umræðu um sjáv­ar­út­veg­inn,“ seg­ir Þor­gerður.

Ábyrgðin hef­ur verið meg­in­regl­an

Hug­tak­inu um sam­fé­lags­lega ábyrgð fyr­ir­tækja hef­ur að und­an­förnu borið fyr­ir í sam­fé­lagsum­ræðunni um þetta mál­efni.

„Við horf­um á sjáv­ar­út­veg­inn þannig að það er búið að byggja ör­uggt og traust um­hverfi í kring­um hann með aðkomu margra aðila,“ seg­ir Þor­gerður, „út­gerðarmanna en ekki síður stjórn­mála­manna og alls sam­fé­lags­ins, lít­illa sam­fé­laga sem stórra, í gegn­um þessa tak­mörkuðu auðlind sem fisk­ur­inn okk­ar er. Það er því ekki að ástæðulausu sem rætt er um sam­fé­lags­lega ábyrgð.“

Hún seg­ist þó vilja und­ir­strika það að það sé mun frek­ar meg­in­regl­an held­ur en hitt, að fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi sýni um­rædda ábyrgð.

„En það er eðli­legt, í sam­hengi við þess­ar mögu­legu upp­sagn­ir á Akra­nesi, að menn tali um þessa sam­fé­lags­legu ábyrgð. Ekki síst þegar svona stór fyr­ir­tæki eiga í hlut, sem eru með mestu afla­hlut­deild­ina í þorski.“

HB Grandi hefur sagt rekstrarumhverfi botnfiskvinnslu erfitt vegna gengis krónunnar.
HB Grandi hef­ur sagt rekstr­ar­um­hverfi botn­fisk­vinnslu erfitt vegna geng­is krón­unn­ar. mbl.is/​Golli

Kem­ur ekki til greina að lækka veiðigjöld

Spurð hvort til greina komi að lækka veiðigjöld svar­ar Þor­gerður neit­andi.

„Það kem­ur ekki til greina. Það er miklu frek­ar að menn horfi til þess að hækka þau, því að mínu mati er það hluti af því að ná sátt­inni. En þetta verður nefnd­ar­inn­ar að meta, sem ég mun skipa þegar ég er búin að fá til­nefn­ing­ar frá öll­um flokk­un­um á þingi.

En það kem­ur ekki til greina að lækka veiðigjöld­in eða fram­lengja þann af­slátt sem veitt­ur hef­ur verið. Það var ekki heppi­leg regla í upp­hafi og að mínu mati er ekki rétt að fram­lengja hana.“

Hlut­verk of­an­greindr­ar nefnd­ar seg­ir Þor­gerður verða að ákv­arða það gjald sem taka á fyr­ir nýt­ing­ar­rétt auðlinda og fyr­ir­komu­lag þeirr­ar gjald­töku, „með til­liti til þess að leita sátta á meðal þjóðar­inn­ar, áfram­hald­andi hagræðing­ar, hag­kvæmni og sjálf­bærr­ar nýt­ing­ar sjáv­ar­út­vegs­ins, sem er okk­ar helsti styrk­leiki á hinu alþjóðlega sviði.“

Bind­ur von­ir við viðræðurn­ar

Hún viður­kenn­ir að gagn­rýna megi viðmiðun­ar­ár veiðigjald­anna.

„En sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in eru meðvituð um þessa reglu og þá eiga þau að gera ráð fyr­ir því í rekstri. Rekst­ur­inn gekk mjög vel fyr­ir tveim­ur árum og þess vegna hækka veiðigjöld­in núna. Það má gagn­rýna þetta fyr­ir­komu­lag en þetta er regl­an núna og við för­um eft­ir henni.“

Spurð að lok­um hvort til greina komi ein­hvers kon­ar inn­grip stjórn­valda eða aðgerðir vegna mögu­legra upp­sagna HB Granda á Akra­nesi, seg­ist Þor­gerður binda von­ir við að stjórn­ar­fund­ur­inn, sem lauk nú eft­ir há­degi, leiði til þess að rætt verði við Akra­nes um áfram­hald­andi vinnslu í bæj­ar­fé­lag­inu.

„Og að þeir verði áfram, eft­ir ára­tug­araðir, öfl­ug­ur þátt­tak­andi í því sam­fé­lagi.“

mbl.is